Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 2
90 NÝTT KTRKJTTBLAÖ Samfélag heilagra tekur alla svo traustum tökum í hinni fyrstu kristni. Alt bræður og systur, eigi síður í raun, en i orði kveðnu. Hins minna og þrengri ástvina-félagsskapar gætir þá miklu siður. Og hitt atriðið sem skýrir oss þögnina er það, að trúar- sjónin fram í tímann er öll fest á endurkomu Krists. * Hann kemur í skýjum hiniins. Söfnuðurinn lifir það, og samfund- irnir við hann verða í loftinu. Öll sú mynd er mótuð í sýnum Daníels (Dan. 7, 13—14). Þá gætir svo lítið hugsananna um samfundi hinna ein- stöku ástvina. Samfundirnir við sjálfan Krist, á þennan ó- umræðilega undursamlega hátt, eru fyrir öllu. Þegar Páll postuli særir „fyrir augliti Krists Jesú og hans útvöldu engla“ að gera það og það, þá er það sterkasta brýningin: „Mundu, munið þið, að Kristur er rétt ókominn með englasveit sína. Vertu og verið þið viðbúnir að koma fram fyrir hann og undir dóm hans.“ Hjá hinni fyrstu kristni er allur samfundahugurinn við sjálfan Krist. Þá kemur önnur og ný spurning út af þessari páskahugsun, hvort samfundahugurinn í kærleiksþrá vorri nú á tímum er þá eigi einhliða á hinn veginn. — Hvaða rúm er þar fyrir sjálfan Krist? * * * Vinur minn fyrir norðan sendi mér núna um daginn erindi, sem hann eignaði afa mínum, séra Halldóri á Sauðanesi. Erindið hafði verið honum til hjartanlegrar huggunar í þyngstu sorgarraun: „Söknuðurinn kom með miklu valdi eins og eg hafði málað hann. En þar fylgdi annað, sem eg hafði ekki áður myndað: Alt hið fagra, sanna og góða i framkomu ástvin- arins rann upp í endurminningunni eins og ljósadýrð, sem glæðist og blasir við á ódauðleikans landi. Hið ófullkomna og breyska fanst mér skorpna inn í sjálft sig og fela sig. Þessi sætleiki fylgir söknuðinum, og þá er hann andlegur á- vinningur. En þetta hefi eg ekki fengið alvarlega að reyna fyr en nú.“ Líkar hugsanir eru í prédikun séra Jóns Bjarnasonar á Föstudaginn langa: „Lífið byrgir fyrir oss ótal hnoss og á-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.