Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 4
92 NÝTT ZmKJUBLAÐ Menn segja — eg veit það svo vel — að frjálslyndið sprengi kirkjuna. Umburðarlyndu mennirnir, sem skoða kristindóminn líf en ekki kenningakerfi, geta svo vel búið saman við hina. — En hinir, sumir hverjir, skoða oss umburðarlyndu mennina heiðingjum verri. Svo hefir það reynzt erlendis og svo getur það orðið hér. Oss, mörgum hverjum, er fyrir mestu að fá líf og vakn- ing, hvað sem stefnunni kann að líða. — Bara að Kristur sé boðaður í kærleika. Öðrum er það eitt og alt að ákveð- inni trúar- og skoðanamynd sé haldið að fólki, þeirri einu mynd og engri annari. En fullreynt er eigi, hvort kirkjan islenzka getur eigi verið svo háhvelfd og rýmin á gólfi, að vér komumst þar fyrir saman í bróðerni, þótt skoðanirnar séu misjafnar. Ríkiskirkja, mátulega vel sofandi, prúð og lög-gróin, er auðvitað frjálslyndust eða umburðarlyndust. Þar er í reynd- inni mest kenningarfrelsið, þótt enginn megi helzt nefna það. Vér frjálslyndu mennirnir ættum því ógn vel að geta unað oss i henni. Og vér eigum það enda á hættu, að það sem oss er hvað dýrmætast, frjálslyndið og umburðarlyndið, verði hrakið og hrjáð, ef eigi troðið undir fótum, förum vér að hrista af sjálf- um oss og öðrum mókið. En vér getum eigi annað; viljum líf, hugsun og frjálst tal. Og til þess þurfum vér einmitt kirkjublað! Og kirkjublað sem fólkið vill og verður að lesa! Mér þótti svo dæmalaust vænt um söguna af honum Grenjadals-Sigga. Það er min hjartans sannfæring að séra Jón prófastur Halldórsson var einhver fyrsti og fremsti mað- ur kirkjunnar á sinni tíð, sennilega beinlínis frjálslyndur mað- ur þá, og hvílikt ógurlegt djúp er þó eigi staðfest milli hans í hugsunarhætti og framferði og kirkjunnar manna nú, þeirra er mest halda aftur af? Sá samanburður gefur mér vonir um frjálslyndis-fram- þróun, einnig innan kirkjunnar vébanda, með vaknandi lífi og fjöri. Þetta sögudæmi er eigj nema eitt af ótal mörgum. Bara nú svo skemtilega nærri manni og áþreifanlegt.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.