Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 5
NÝTT KmKJTJBLAÐ 93 Fyrir þvi á einmitt kirkjunnar blað — frá mínu sjónar- miði — að taka beint á sína stefnuskrá, samfara al-ótakmörk- uðu hugsana og samvizkufrelsi einstaklingsins, kenningarfrelsi presta, rannsóknarfrelsi guðfræðinga og fult frelsi safnaða yfir öllum sínum félagsmálum. Það væri þáttur fyrir sig, hvort kirkjublaðs-nafnið legði eigi haft á ritstjóra, sem víða vill koma við og leggja til mála; en slíkt verður að vera komið undir smekk ogtilfinning ritstj. i hvert skiftið- Þegar lífsskoðunin er sú, að kristindómurinn sé enginn sparifatnaður, tekinn upp á stórhátíðum, heldur ígangsfat til góðrar og gagnlegrar iðju, í þessu ljósi, þá verður kirkjublað- ið ósjálfrátt veraldlegra á marga grein. Alveg eins og vér þráum ekkert heitar, #n að hið veraldlega, og yfir höfuð alt nienningarlífið, megi æ verða meir og meir kristilegt — og í orðsins bezta og rýmsta skilningi: kirkjulegt. Og því þá ekki gefa út kirkjublað ? Allra helzt er það hefir hitt á jafngott nafn og það að heita: Nýtt Kirkjublað. Sumarið kemur með glaða sólskini undir heiðbláum himni, og yfir bænum blakta fánar, bláir og rauðir, altsaman spari- fánar, rétt á hverri stöng. Svona var líka veðrið fyrir 33 árum, fyrsta Sumardng- inn fyrsta eftir þjóðhátíðina: sólskin og norðanvindur. En dagurinn var þá ekki orðinn almennur fánadagur í höfuð- staðnum. Að niinsta kosti var hann ])að ekki í efri bygðum og hjá kaupmönnunum, sem hér áttu í seli. Fálkinn hvíti á blám feldi var þá fyrir skemstu kominn til sögunnar. Sigurður málari hafði rutt honum brautina og penlað hann á skildi í veizlusölum, og Þorlákur frá Stað veifaði honum síðan inn í fólkið. Fálkinn var merki Jóns Sigurðssonar, niðja Lofts ríka, og um leið merki alls þess, er Jón Sigurðsson vildi. Nú er fálkinn orðinn skjaldarmerki eins og hann var í

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.