Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 30.04.1908, Blaðsíða 7
ÍSnHrr KrRKJUBLAÐ §5 um hann og hlustaði heldur óþolinmóðlega á erindið. Hann spurði einskis og hálfgeispaði út úr sér svarinu: „Gjörið þið svo vel.“ Það spilti fyrir okkur hálfri sigurgleðinni, hvað þetta fékst fyrirhafnarlaust á endanum. Og hvíti fálkinn á blám feldi komst upp á skólastöngina þennan fyrsta sumardag. Leynikosningin fyrsta var sögulegur viðburður. Og allir fullveðja nú kjósandi, konur sem karlar. Veður var hið bezta laugardaginn fyrir Pálma og sóttu því enn fleiri en ella í Reykholt. En samtök voru nokkur, og ýtt haxði verið við mönnum, og mundi því allvel sótt í öllu veðri. Engir töldu eftir sér aukið ómak við fjölgun kjósenda. Hitt heyrðist að konum var skemt að geta nú eigi síður ráð- ið; þær 89 á kjörskrá og kusu 53. Allir voru umsækjendur við. Kand. Þ. B. hafði áður stigið þar í stólinn, en þeir prédikuðu 2 á undan kosningu, sr. G. E. og kand. G. E. Sr. E. P. kom þá fyrst er gengið var til kirkju og var eigi viðlátinn að prédika. Svo hermt, að eigi hafi það neitt raskað atkvæðum, prédikanir og prédik- unarleysið, atkvæðin áður ráðin sem við þingkosningar. Atkvæðagreiðslan stóð yfir um 2 kl st., svo reynzt í Reykjavík við leynilegar kosningar að kjósandi fer með eina mínútu, og sama reynist í sveitinni. Kosið var uppi á kirkjulofti, og þar fenginn klefinn með því að tjalda fyrir. Sérlega myndarlegt að ekki ónýttust nema 2 seðlar við merkinguna. Annar seðillinn ónýttist við það að krossinn var settur aftan við nafnið. Ekki steinhús: Nokkurskonar óhug á kirkjunni sem „ríki í ríkinu" þekki eg vel. Mönnum sýnist guðs ríki geti jifað og þroskast innra hjá þeim, án þess að svo rammver- aldlegt ytra fyrirkomulag þurfi til að halda því við. Og von- andi er, að sá tími komi, að þess þurfi ekld. En hið kristna mannfélag þarf þó enn þá sérstaka stofnun til að viðhalda

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.