Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 1
NYTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYRIR KBJSTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavík, 1, maí Jvað er kristindómurinn?' 9. blað Til eru sannindi svo sjálfsögð, að ekkj þykir þurfa að taka þau fram sér á parti, nema þá verið sé að tala við ein- hverja kálfa með hálfri greind eða minna en það. Meðal slikra sanninda hugði eg þau vera, að kristindómurinn — kristna trúin — sé fyrst og fremst trú. Því hvað ætti „trú" að vera annað en „trú"? En nú hefir reynslan sýnt mér, að manni getur orðið hált á að gera ráð fyrir slíku, jafnvel þótt kálfar eigi ekki í hlut, heldur greindir menn. í ritdómi um „Áramót" III hér í blaðinu hélt eg fram þeirri kenningu, að „kristindómurinn sé fyrst og fremst lif og kristinn fyrst og fremst sá, sem lifir lifi Jesú Krists." Eg áleit þá kenningu svo alment viðurkenda í kristninni, að jafnvel vesturíslenzkir guðfræðingar mundu taka hana gilda enda þótt einum þeirra hefði orðið það á að tala um kristindóminn svo sem væri hann samsafn af kenningum, og kristinn sá, sem viðurkendi þessar kenningar — tryði þeim. Eg vissi ekki betur en að þetta væri beint kenning Jesú Krists og postulanna, auðsæ hverjum þeim manni, sem þekti Nýja testamentið sitt. Eg vissi ennfremur ekki betur en að þetta væri hálútersk kenning, þar sem eg mundi eftir hinuin al- kunnu orðum Lúters: „Kristindómurinn er ekki kenning heldur líf, ekki orð heldur kraftur, ekki teikn heldur fylling- in sjálf." En svo kemur febrúar-blað „Sameiningarinnar" með langa ritgerð, þar sem þessari kenningu er harðlega neitað sem „nýrri" villukenningu, sem skilgetnu afkvæmi „nýju guð- fræðinnar" — nema hvað?

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.