Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 99 prestsefnis. Og ðnnur eins klausa fær rúm, athugasemdalaust, í höfuðmálgagni hins vesturíslenzka kirkjufélags! Mundi liöf. eiginlega vita, hvað hann er að fara? Það er lítt hugsandi. Það er lítt hugsandi, að nokkur sem þekkir Nýja testamentið viti ekki, að Kristur og postular lians leggja einmitt megináherzlu á þetta atriði, að kristindómurinn sé fyrst og fremst líf. Það er lítt hugsandi, að nokkur sem þekk- ir sögu kristninnar viti ekki, að einmitt þá er kristnin var fegurst og hreinust var sá sannleikur hvað áþreifanlegastur, að kristindómurinn sé fyrst og fremst líf. Og svo er gefið í skyn, að þetta sé óskynsamleg kenning, og ósönn kenning, sem aldrei takist að gera sanna! Nei, eg endurtek það, hr. Guttormur veit ekki, hvað hann er að fara. Hann er svo blindaður af „rétttrúnaði" sínum, að hann veit ekki, að hann er að stritast við að gera Krist og postula hans að — Farí- seum! Því það var, eins og líklega flestir vita aðrir en höf., eitt af aðaleinkennum Farísea, að þeir álitu átrúnaðinn vera samsafn af kenningum, og sanntrúaðan þann einn, sem viður- kendi þessar kenningar — tryði þeim. Því fer svo fjarri, að höf. hafi nokkra hugmynd um, að þetta var einmitt eitt af þeim höfuðatriðum Farísea-lífsskoðunarinnar, sem Jesús var að berjast á móti, að hann miklu fremur eignar Jesú og postulum hans sömu skoðunina hvað kristindóminn snertir. Slík fjarstæða finst honum þessi kenning, að kristindóm- urinn sé fyrst og fremst líf og kristinn fyrst og fremst sá, er lifir lífi Jesú Krists, að hann spyr í einlægni: „Hvernig getur kristindómurinn verið fyrst og fremst líf?“ Hefir hr. Guttormur aldrei heyrt nefnda „endurfæð- ingu“ og þá um leið verið á það bent, að endurfæðing væri fæðing til nýs guði helgaðs lífs? Hefir hann aldrei heyrt talað um kristindóminn sem „líf í guði“ eða sem „lífssam- félag við guð fyrir Jesúm Krist“? Hefir hann aldrei rekið sig á að Kristur tali um sjálfan sig sem lífið eða lesið það, að „hver sem hafi soninn hafi lífið11 ? Hr. Guttormur segir, að Páll hafi vitað það vel, að hann hefði ekki lifað lífi Jesú Krists, enda sé það „breyskum manni ómögulegt“! Hvort eru þau þá eftir alt saman ósönn orðin postulans: „Eg liíi — þó ekki framar eg, heldur lifir Kristur í mér,“ — eða var

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.