Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 4
100__ _ ^ JIJBL hann einn af þessum nýju guðfræðingum, sem sízt er mark á takandi? En höf. spyr ekki að eins, heldur staðhæíir hann. Og staðhæfingin er þessi: „Hún er ekki sönn [þessi kenning] — og mun aldrei takast að gera hana sanna.“ Þetta er síðasta orð hr. Guttorms i þessu máli. Ef hún væri sönn, „þá hafa postularnir farið villir vegar og Kristur sjálfur ekki borið sannleikanum vitni.“ Þetta er djarflega að orði komist af manni, sem þó skrifar sig „stud theol.“. Hann virðist aldrei hafa heyrt þessi orð Krists, svo að eg tilfæri eitt af allra al- kunnustu orðunum: „Hver sem vill fylgja mér, hann afneiti sjálfum sér, taki á sig sinu kross og fylgi mér eftir“ eða þessi orð Páls: „Guðs ríki er ekki fólgið í orðum, heldur krafti,“ — eða vill hann ef til vill gefa í skyn að þau séu ósönn? — — Það er ekki í fyrsta skifti sem kristindómurinn hefir á- stæðu til að biðja: Guð varðveiti mig fyrir vinum mínum! Hann hefir fylstu ástæðu til að gera það hér. — Menn sem skilja eins og hr. Gnttormur og hugsa eins og hann, geta orðið kristindóminum miklu skæðari en margir óvinir. Eina líknin er, að hr. Guttormur kallar sig „stud. theol.“ og er það, því að f þessu nafni felst, að hann stendur til bóta. Einn „stud. theol.“ er ékki útlærður, hve lærðan sem hann hyggur sig vera, — þvi að margur „stud. theol.“ hygg- ur sig lærðan, svo mikið man eg frá þeim sex árum, sem eg nefndi mig þessu virðulega nafni sjálfur. — Hann er enn að nema, enn að fullkomnast og mentast. I meðvitund þessa hefi eg skrifað þessar línur; annars hefði eg ekki svarað grein hr. Guttorms; eg hefði álitið þá fyrirhöfn til einskis. En nú er hann „stud. theol.“ og getur því vonandi tekið sönsum. Eg óska og vona, að hann megi bera það nafn með heiðri og sóma, og sem sannur „studiosus“ vaxa dag frá degi að þekkingu og skilningi á þeim háleitu efnum, sem hér hafa orðið okkur ágreiningsefni. Með vaxandi skilningi og þekk- ingu, með vaxandi mentun getur margt breyzt. Og hugsað gæti eg mér það, að sú stund kynni einhvern tíma að renna upp yfir hr. Guttorm, er hann hugsaði sig tvisvar um áður en hann settist aftur niður til þess að hrekja oggera ósanna þá

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.