Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 5
_ NÝTT KIRKJUBLAÐ __ .............. 101 kenningu, að „kristindómurinn sé fyrst og fremst lif og krist- inn fyrst og fremst sá, sem lifir lífi Jesú Krists.“ En þá gæti eg líka trúað því, aS hr. Guttormur vildi þessa Sameiningar-grein sína feginn óritaða og kynni ritstjóra „Sam.“ litlar þakkir fyrir að hafa tekið hana í blað sitt. J. H. ióknarnGfndir. í þessum mánuði eða fyrri hluta júnímánaðar eiga að fara fram kosningar til sóknarnefnda samkvæmt hinum nýju lögum. Eg hefi reynt að heyra hljóð í mönnum, þeim er fund- um ber saman við, og segja þá sumir að þeir viti eigi af neinni sóknarnefnd hjá sér, viti eigi að kosin haíi verið í háa tið. Þó mun það nú ekki alment. Hitt segja rétt allir að engir menn fáist til að skipa sóknarnefndir framvegis, með þeim ósköpum sem á þær hefir verið dembt: Óendanlegar innheimtur, og reikningsfærsla og bókfærsla og bver veit hvað og hvað. Það er ekki tími lil að lesa lög- in nú á vordaginn, og svo eru þau svo mörg og löng.----------- Konungsvaldið var alveg nýkomið til sögunnar hjá oss, og biskupavaldiö var þá sem mest að magnast, og bæði völd- in keptust við að hrúga lögum á almenning, og keptu um forræði i löggjöfinni. Þá er svo ritað í sögu Árna biskups: „Og er það var úti [að lesa boðskap konungs og erki- biskups], rómaði múgurinn, og taldi að ómátulegt væri, að vera undir hvorutveggja, LX óbótamála er í bókinni stóðu, og XXXV banna er í bréfinu stóðu“. — — Eitthvað ekki me& öllu ósvipað er almenningi niðri fyrir nú, er að honum færist kirkjulöggjöfin nýja. Menn krefjast frelsis og sjálfstæðis, en það er altaf fyrir- höfn að eiga með sig sjálfur. Flest í nýju löggjöfinhi um sóknarnefndir horfir til aukins réttar og frelsis safnaðarins. Það er t. d. þýðingarmikið atriði að oddviti sóknarnefndar verður framvegis einn af kosnu fulltrúunum, forystan færð í hendur leikmönnum. Og fjárheimtan, sem er óvinsælust, er vegurinn til fjár-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.