Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ ^ 10^ Séra Jon fer allhörðum orðum um þessar synjanir, og sérstaklega tekur hann upp þykkjuna fyrir sína eigin kirkju: „Oss láterskum Yestur-ísleDdingum má í rauninni vor vegna standa á sama, hvort kirkjuleg embættisverk, sem vor á meðal hafa verið íramkvæmd, eru viðurkend aí kirkjumálastjórn íslands eða ekki. Hinsvegar er þó ekki liklegt, að annar eins ógildingar- dómur úr þeirri átt á embættisverkum, sem hér hafa framkvæmd verið, verði til þess að f'æra oss í anda nær bræðrunum hinum megin við hafið ; miklu fremur seDnilegt, að djúpið sem þegar er staðfest milli islenzka þjóðarbrotsins hór og meginhlutans í fornum átthögum vorum, verði út af þessu, sem i rauninni getur talist til smárauna, enn þá meira“. Eins og áður hefir verið skýrt frá í N. Kbl. mælti bisk- up með því að taka vígslu séra Runólfs gilda. Og til að af- stýra því að úrskurður Npllemanns um prestsvígslu Halldórs Briems væri hafður að fordæn i, benti biskup á, að þegar séra Jón Bjarnason vígði H. B. um 1880 var eigi komið upp vest- an hafs kirkjufélag með fastri skipan. En lögskýringarnar gömlu frá Nellemann með tilvitnunum í ordínansíu og rítúal frá 17. öld, og tilskipun söinu hásællar aldar þar inni í milli (í9/n 1022), réðu að sinni úrslitum. Öðru vísi víkur við um beiðni séra Hafsteins. Hún hef- ir aldrei fyrir biskup komið, og eigi hefir beint reynt á það, að henni hafi verið neitað, beiðninni er vísað frá, af því að hún er svo uppborin, að fá vígsluna viðurkenda í hinu danska ríki. Um löggilding í Danmörku hefir stjórnarráðið islenzka auðvitað ekkert að segja, alveg eins og danska ráðaneytið gæti enga slika löggilding veitt hér á landi. Sæki séra Hafsteinn um prestakall hér, samkvæmt ótvi- ræðum rétti sem kandídat frá prestaskólanum, og nái hann kosningu safnaðar, þá reynir fyrst á gildi prestsvigslu hans. Og eg trúi því ekki, ef til þess skyldi koma, að farið væri að vigja séra Hafstein Pétursson upp aftur. Þá tæki eg und- ir með séra J. B., að slíkt væri „hneyksli“, „þvert í móti meg- inreglu lútersku kirkjunnar11. Lúterskum Vestur-Islendingum á alls eigi að standa á sama um það, hvort kirkjuleg embættisverk þeira eru viður- kend hér eða ekki, og oss á heldur ekki að standa á sama, livort slík verk framkvæmd hjá oss eru viðurkend vestra eða

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.