Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 8
104 NÝTT KIRKJUBLAÐ ekki. Full viðurkenning verður að eiga sér stað á báðar hliðar. Enginn „ógildingardómur“ hefir enn verið kveðinn upp, og þá heldur ekki enn um það að ræða, að þetta verði til að gera „djúpið eun þá meira“ milli Vestur- og Austur-íslendinga. Manni gæti enda komið til hugar af orðalaginu, að séra Jóni væri orðið ósárt um það, þó að strjáluðust andlegu sam- göngurnar yfir djúpið breiða milli vor samlanda beggja megin hafsins? En þess getur hann aldrei orðið sér vitandi. Viljað það — getur hann ekki. Æfistarf hans hefir verið að varð- veita íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu vestan hafs. Sú verð- ur söguminningin um hann liðinn. Þó að honum í bili kunni að líka eitthvað miður í aodlegum stefnum og straumum héð- an að heiman, þá má hitt meira, lífsstarfið hans góða og göf- uga. En það er úti um það ef andlegu samgöngurnar hald- ast ekki. Eg hygg að oss varði það engu minna hér heima á gamla Fróni, en bræður vora vestra, að andlega samlífið beggja meg- in hafsins eflist og glæðist. Og þessvegna eru það, beint frá voru sjónarmiði, engir smámunir, ef íslenzka kirkjan hérheima sýndi systurkirkjunni vestra þá óvirðing, sem um ræðirí „Sam“. Séra J. B. og landar vestra verða að treysta því, að slíkt geti eigi koinið fyrir. Vér þurfum að skiftast á mönnum, fá menn að láni um stund, hverir hjá öðrum. Það kunna að vera nokkrir örðug- leikar á því með kennara, þar sem ríkislög skipa fyrir um og binda, og mætti þó sennilega eitthvað við ráða. Hægara er að skiftast á um kennimenn til lengri eða skemri dvalar. Helztu höfundar vorir þyrftu og að bregða sérvesturum haf, meðan þeir enn eru ungir, og listamenn vestan hafs, sem einmitt sækja efni sitt í íslenzkan jarðveg, ættu þá eigi síður að geta verið hér í íslenzkri náttúru, |)ótt eigi væri nema sumarlangt. Það er fyrir utan efni þessarar greinar að ræða um þelta frekar. En ekki væri það nema nokkur greiðsla á allstórri skuld, þótt vér Heima-íslendingar bindumst samtökum að bjóða einum slíkum landa að vestan til kynnisfarar hingað, Hvaðan koma forgöngumenn þess?

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.