Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ. 105 fjildi ritningarinnar. Eftir séra R. J Campbdl. Trúar-einingin. En hverju á þá að trúa? Með þessu lagi trúir sinn maðurinn hverju. Öllum þorra manna er svo farið, að þeir vilja beinlínis láta segja sér, hverju þeir eiga að trúa, og við það láta þeir standa og eru rólegir. Þeir eru svo sem lítið bættari, þó að þeim sé sagt, að ritningunni kunni að skeika, og að þeir verði að taka þann sannleikann til að treysta, sem þeir sjálfir hafa náð hugargripi á, eða ímyndunarafl sjálfra þeirra hefir búið til. Þetta eru mótbárurnar. Eg kannast svo sem við þær. Þær eru jafngamlar kristninni eða enda eldri. Einlægir menn og alvörumiklir beittu slíkum mótbárum við sjálfan Jesú. Þær voru á ferðinni á siðarbótartímanum. Þrætumenn klerklegir beita þeim þann dag í dag. Spurðu páfatrúarmann, trúheitan, hvernig hann lítur á þetta, og ekki stendur á svarinu hjá honum, að trúin hjá mótmælendum sé þúsundmynt, sitt á hvað, og hver telur sína kreddu algilda. Kaþólski trúmaðurinn er í engum vafa um það, að alt fari út um þúfur, bæði réttur skilningur og siðgæði, ef hverjum einstökum er frjálst að trúa því, sem hann sjálfur kýs. Og taktu svo bókstafsþjóninn hjá mótmæl- endum, og hann segir þér, að páfatrúarmaðurinn hafi tölu- vert fyrir sér: Einhvers staðar verður algildisvaldið að vera bersýnilegt og áþreifanlegt, hvort sem það nú er hin óskeik- ula kirkja, eða óskeikula bókin, eða ])á óskeikula trúarjátn- ingin. En hvorttveggja þetta, sem nú hefir síðast nefnt verið, og bókstafsmennirnir hjá mótmælendum halda í, reynist þó alveg haldlaust. Hún er ahæg farin þessi trú á það, að játningar geti verið óskeikular, þó enn sé verið að hampa slíku, og mótmælendur hafa eigi séð sér annað fært, en að sleppa kenningunni um óskeikulu bókina. \7andaður maður getur ekki barið það blákalt fram móti betri vitund. Mergurinn málsins er sá, að í raun og sannleika trúir enginn maður á neitt, fyr en það er orðið hold af hans holdi,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.