Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 10
106 NÝTT KIEKJUBLAÐ ef svo mœtti að orði komast. Það er svo sem sitt hvað, að halda uppi trúarsetningum, og í sannleika að trúa á þær. Og það eins, hvað fast sem í borðið er barið. Sannleikurinn er í sínu insta eðli æ einn og hinn sami. Við leggjum okkur fram, grannarnir tveir, báðir að fá rétta sjón á sannleikanum, en við getum ekki alveg staðið í sömu sporunum, okkur ber ekki fyrir augu alveg hið sama. En séum við báðir einlægir menn í skoðun og eftirleit sannleik- ans, þá liggja á endanum leiðirnar saman. Þegar vel er eftir leitað, þá kemur það fram, að trúmála- mennirnir, sem bezt hafa hugsað og mest hafa frætt, eru inn við beinið alls ekki svo ólíkir hverjir öðrum, þó að annað virðist ofan á. Það sem á milli ber er ekki sannleikurinn sjálfur, heldur hitt, hvaða orðum er að honum komið. Og orðin ná aldrei hugsuninni til fulls. Næsta kynslóðin kemur öllu þessu betur fyrir sig, en vér og vorir áar. Framtíðar-maðurinn lætur fullgildið andlega koma i stað- inn fyrir alt þetta utan að komandi algildisvald. Hann er eigi liræddur við það, að treysta mannsandan- um til að þekkja og kannast við sannleikann, hvaðan sem hann kemur, þvi að hann veit að mannsandinn er samgróinn alheimsandanum, anda alls sannleika, og mannsandinn þarf ekki að vera að sækja í annað öflgara og enn guðlegra utan- garðs. * Hann veit að andi sannleikans í sjálfum honum er sann- leikans andi í öllum mönnum, og því hlýtur svo að verða, að leikslokum, að allir þekkja sannleikann og lifa í honum og breyta eftir honum. Fyrsta tuggan sem eg gríp í, úr blaða-meisnum með póst- unum, er vesturfararsaga Einars Hjörleifssonar í „Norðurlandi“. *Algyðistrú liöfundarins kemur iiér íram í algleymingi: Orðin hljóða svo: for he will know that that spirit is one witb the universal Spirit of all Truth, and needs not to look beyond itself for anything stronger or more Divine,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.