Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 13

Nýtt kirkjublað - 01.05.1908, Blaðsíða 13
&ÝTT KIRKJUBLAÐ 1Ó§ margar og mismunandi, og enginn hægðarleikur að koma þeim saman. Einn vill helzt af öllu að það sé stutt og gagn- ort, annar: ljóst og greinilegt, þriðji: lifandi og hrífandi, fjórði: skáldlegt og skemtilegt. Trauðla getur Ijóðakverið sameinað alla þessa kosti svo, að fillum h'ki. En fesmálskverin — hvaða kröfur gera menn alment til þeirra ? Eg hefi engar heyrt. Menn vita svo vel, að hvernig sem þau eru, gleyma börnin þeirn oftast strax eftir ferming- una. En sé barnafræðarinn góður, þá mun honum samt oft- ast takast að rótfesta í minni barna meira eða minna af efni og anda kversins. Af minni reynslu dreg eg það, að honum verði þetta þó auðveldara með því að börnin lœri kverið, heldur en yrði, ef þau gerðu ekki nema lesa það. I því efni held eg að ljóðakver veiti kennaranum bezt lið. Yerið getur að sumum prestum þyki erfiðara að kenna eftir ljóðakveri. Jú: Það gerir ráð fyrir sjálfstæðari kenslu, meiri hugsun, meira lífi og anda í útlistuninni, heldur en ef ekki þarf annað en að spyrja þannig, að svörin liggi opin fyrir í orðum kversins. Þá er líka opinn vegur til þess, að lesmálskver sé lesið meðfram, og hugsunin í því sett í sam- band við tilsvarandi stað í ljóðakverinu. Þá — en annars ekki — nær lesmálskver tilgangi sínum. Þannig er mín skoðun. Bezt mun í þessu efni, eins og svo mörgu öðru, að lofa mönnum að „reyna og prófa alla hluti“. Eg hefi kynzt mæðrum, sem ætluðu að láta börn sín læra Ijóðakverið með hiriu, þó að það yrði ekki löggilt. Þann- ig litu þær á. lirkjusamsöngur. N. Kbl. leiðir hjá sér, eins og við er að búast, samsöngva og aðrar skemtanir sem óviðkomandi sér. Um kirkjusamsöng er eðlilega öðru máli að gegna. Sízt má það ógetið láta kirkju- samsöngs þess er hr. Sigfús Einarsson og söngsveit hans gaf bæjarmönnum kost á að heyra hér í dómkirkjunni á 1. sunnud. e. páska. Það var samsöngur alveg einstakur í sinni röð, fullkomlega kirkjulegur og yfirleitt yndislegur, enda engin við- vaningssmíði á boðstólum. Þar voru sungin lög eí'tir aðra

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.