Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 1
NÝTT KIRKJUBLAB HALFSMÁNAÐARRIT FYEIR KBJSTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 15. maí ÍO. blað Ijregtingar á gjöldum til prests og kirkju. Skattanefndin átti eftir umboði sínu að taka til íhugunar þessi gjöid, hvort haganlegt væri að breyta þeim. Nefndin hefir nú samið frumvarp til laga um sóknar- gjöld, og annað um borgun til presta fyrir aukaverk. Frumvarpið um sóknargjöldin eru í 2 köflum, hinn fyrri um prestsgjaldið, hinn síðari um kirkjugjaldið : Frá fardögum 1911 falli burtu gömlu prestsgjöldin, tí- undirnar af föstu og lausu, offur, lausamannsgjald, lambsfóð- ur og dagsverk, en í þess stað á hver fermdur maður, er telst til þjóðkirkjunnar, — hvort heldur er karl eða kona, og í hvaða stöðu sem er, — að greiða 1 kr. 50 a. á ári í prest- launasjóð. Gjaldið greiðist í peningum 15. okt. ár hvert og fá sóknarnefndir 6°/0 i innheimtulaun. Þá falli og niður frá fardögum 1911 kirkjutíund af fast- eign og lausafé, kirkjugjald af húsum, ljóstollur, lausamanns- gjald, legkaup og skylduvinna við kirkjubygging. Frá sama tíma falli og niður, í þeim sóknum þar sem söfnuður hefir tekið að sór umsjón og fjárhald kirkna, niðurjöfnun kostn- aðar til kirkjugarða, kostnaðar við kirkjusöng og kostnaðar við prestskosningu, og niðurjöfnun borgunar til safnaðarfulltrúa ; greiðist þetta alt úr sjóði sóknarkirkjunnar. Nefskatturinn sem kemur í staðinn til sóknarkirkjunnar er 75 aurar á fermdan þjóðkirkjumann. Og þar sem söfnuður hefir umsjón og fjárhald kirkju, má sóknarnefnd, með jákvæði lögmæts safnaðarfundar og samþykki héraðsfundar, hækka og lækka kirkjugjaldið eitt ár í senn eða um tiltekið árabil. Ein- dagi gjaldsins 15. qkt.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.