Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Qupperneq 3

Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Qupperneq 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 115 þekkjast á kla’ðaburði og öðru útliti, og ]>eim var boðið að láta til sín heyra langar leiðir, þegar þeir voru á ferðinni, svo að engir þyrftu að verða fyrir þeim. Þegar það skýrðist fyrir almenningi tiér á landi, nú fyrir nokkrum árum, að sýkingarhœtta stæði af holdsveiki, var far- ið að arnast við þeim sjúklingum miklu meira en áður. En sem betur fer, getur landið nú skotið skjójshúsi yfir þá flest- alla, þar sem alt er gert til að mýkja böl þeirra, og þess verð- ur eigi mjög lengi að bíða, að sjúkdómurinn sá verði að fullu yfirstiginn. Berklaveikin verður örðugri viðfangs; hún er svo hræði- lega almenn, hún veldur langtum meiri manndauða og hnekk- ir allra sjúkdóma mest velmegun landsins. Og loks er sýkin sú svo næm. Því er eigi kyn, þótt hræðsla hafi gripið menn við þá sýki, og þeir sem kunnir eru að því að hafa hana eru nú taldir „óhreinir“ í félaginu. Slikt getur orðið þungbært einstaklingum og heilum heim- ilum. Það getur beinlínis orðið atvinnutjón, þegar fólk fæst ekki í vist eða til dvalar, þar sem kunnugt er um, að fyrir er berklaveikur maður. Af samkendar hug við slíka menn og slík heimili hefi eg gert þetta hér að umtalsefni, — mætti þar orð mæla til léttis og mannúðar-bótar, — og hefi eg leitað mér fróðleiks hjá landlækni Guðmundi Björnssyni; „Óttinn er góður“, segir hann, „góður innan skynsam- legra taknmrka“. — „Það er lítil ástæða að óttaA brjóstveikan niann sem verið hefir á heilsuhæli, og hefir lært þar alla þá varúð, sem við þarf“. — „En það er mjög niikil ástæða til að hræðast hvern einasta mann, sem fer sóðalega með hráka sína, því að þar getur ávalt leynzt berklagerð, þótt engan gruni“. — „Það er alls eigi ofmælt, að hver sem hrækir á gólfiö, á það á hættu að verða við það mannsbani“. Það er ákaflega þýðingarmikið að þetta komist inn ífólk- ið, hvaða voði stendur af sóðaskapnuni, og eigi síður hitt, og það er hinn eiginlegi tilgangur hugleiðingarinnar, að sýkingar- hættan frá berklaveikum manni er lítil sem engin, þegar allr- ar varúðar er gætt, sem lærist einmitt á heilsuhælunum. Og þá leiðir það hugann til þess, hve óumræðileg félags- bót verður að heilsuhælinu fyrir berklaveika, allra mest við

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.