Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJTTBLAÐ 11? A8 síðustu langar mig til að minnast lítið eitt á skoðan- ir N. Kbl. Mér finnast þær sumar hverjar altof radíkalar. Þannig get ég ómögulega gengið inn á að skoða frásögu Nýja testamentisins um freistingu Jesú sem skáldsögu, þvi mér dylst það ekki, að ef eitthvað í N.tm. er aðeins skáld- saga, þá er það ekki á nokkurs færi að segja, hvað i því er skáldsaga og hvað ekki skáldsaga. Það er sannfæring mín að guð sem gaf okkur Jesúm Krist, okkur til sáluhjálpar, hafi sjálfur séð fyrir þvi, að engar skáldsögur mynduðust, eða yrðu skráðar um hann. Þetta er nú mín skoðun, hvað sem aðrir kunna aö hafa við hana að athuga. Á hinn bóginn get ég hugsað mér, að gorgeirsfullum og hálfmentuðum mönnum. sem þykjast hafnir yfir að trúa nokkru sem kirkjan kennir, þyki vænt um að heyra, að freistingar- sagan sé skáldsaga, því þeir eru þá ekki seinir á sér að álykta frá hinu minna til hins meira, og segja að svona sé nú alt N.tm., ekkert annað en skáldsaga, sem heimskingjar einir geti trúað. Og þessari skoðun sinni stinga þeir svo sem svæfli undir höfuðið á sér, og sofa á honum svo fast, að ekkert fær þá vakið. II A8 því er ég bezt þekki — og hefi ég við marga talað — þá eru þeir tiltölulega fáir, sem eiga skilið að heita „van- trúarmenn". En það eru til mjög margir einlægir trúmenn, sem ekki geta þó trúað öllu sem kent er. Þeir vilja þá hafa frelsi og frið til að leiða hjá sér, einn þetta atriðið og annar hitt, sem þeir ekki geta felt sig við. En þeir álíta líka lang- flestir skyldu sína að þegja yfir trúarhugmyndum sínum, til þess að raska ekki barnatrú hinna, sem enn kunna að vera sælir i henni Reynslan hafði kent þeim það, að barnatrúin var fljót að veiklast, að þungur missir var að missa hana, að aftur þurfti að komast að niðurstöðu, ef sálin átti að fá hvíld og frið, en að sú niðurstaða var svo torfengin, að ekki mátti ætlast til þess af hverjum sem er, að hann kæmist út úr því völundarhúsi efasemdanna. — Það er þessvegna af samvizkusemi, til þess að leggja ekki aðra í hættu, en ekki af trúleysi, að menn láta ekki alment á sér bera í trúmálum. Til eru samt réttnefndir vantrúarmenn, eða sem halda

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.