Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 6
né NÝTT KIRKJTJBLAÐ sjálfir jieir séu ])að — um hríð að minstakosli. Enafhvaða orsök verða þeir það? Mun orsökin ekki einna oftast vera sú, að „rétttrúnaðarmenn“ hafa haldið því of-fast að þeim, að trúa bókstaflega öllu, sem lúterska kirkjan kennir, þeir ekki getað það, og svo mist trúna á því öllu? — Mönnum er liætt við því í flestum efnum, að hafna heild- inni, ef galli þykir á einhverju einstöku í henni, og aðrir þá reyna „að berja í brestina". Handrita-heimt. Landsskjalavörður dr. Jón Þorkels- son gerði grein fyrir því í formála fyrirskráum skjöl og bæk- ur í landsskjalasafninu, að í safni Árna Magnússonar er mesti fjöldi skjala og handrita, sem vér eigum heimting á að fá aft- ur, Arni hafði að eins fengið að láni, og sjálfur ritað á að skilast skyldi, en eigi orðið af eftir hann látinn, heldur inn- limaðist alt ranglega í hinu mikla safni hans, sem er eign Hafnar háskóla. Auk einstakra bréfa eruþar máldagabækurbisk- upa og rekaskrár klaustra og stóla, mjög mikið að vöxt- unum og hin ágætustu handrit. Einna mest hefir verið lánað frá Hólum og Bessastöðum. Hannes ritstjóri Þorsteinsson flutti svo tillögu um það á síðasta þingi, sem samþykt var í E d. í einu hljóði, að lands- stjórnin geri ráðstafanir til þess að skilað verði landinu öll- um þeim skjölum og handritum sem lánuð voru Á. M. úr skjalasöfnum biskupa, kirkna, klaustra eða annara stofnana hér á landi, og enn er óskilið. Stjórnin lagði fyrir dr. Jón að semja skýrslu um þau handrit, sem krefja ætti, og var sú skýrsla prentuð í vetur sem leið, og hennar getið í flestum blöðum. Með þá s-kýrslu fóru þeir utan ráðherra og aðrir millilanda-nefndarmenn, og nú hefir það spurzt að skipuð sé nefnd manna i Höfn til að at- huga þetta, sitja í henni stjórnarnefndarmenn Á. M. safns, og þeir Secher rikisskjalavörður og Lange yfirbókavörður við konunglega bókasafnið. Það er óhugsanlegt annað, en að þessi rétta og sjálfsagða krafa verði tekin lil greina, og er það óumræðilega mikill fengur að fá þær gersemar inn í landið til afnota hér.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.