Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 7

Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJTJBLAÍ). 119 Viðvíkur-kosningin fór fram laugardaginn 9. þ m, Tveir þriðju kjósenda sóttu fundinn og konur sóttu eigi síður vel en karlar. Kjósendur alls 301, en 194 kusu, 5 atkvæði ónýt. Atkvæðin skiftust milli umsækjenda svo, að séra Þor- leifur hlaut 80 atkv., séra Jónmundur 60 og kand. Sigurbjörn 49. Sá sem tlest fékk, náði þó eigi helming greiddra atkvæða. Nú segir svo í hinum nýju Iögum um veitingu prestakalla, að sá umsækjandinn fær, er hlotið hefir fullan helming greiddra atkvæða, en hafi enginn náð þeim atkvæðafjölda „er stjórnin ekki beinlínis bundia við atkvœðagreiðsluna“, og var það orðalag skýrt svo af milliþinganefndinni í kirkjumálum, „að rétt sé að stjórnin veiti að jafnaði þeim umsækjanda embætt- ið, er flest atkvæði hefir fengið“. Heilsuhælið. I sambandi við hugleiðinguna hér að framan mætti geta þess til maklegs lofs og til eftirbreytni, að í Gnúpverjahreppi i Árnessýshi koma 2 árstillög á heimili. Heimildarmaður ritar svo: „Mér þykir mikið, ef Reykjavík, þrátt fyrir alla höfðingja og auðmenn, hefir til þessa gert mikið betur en t d. ríkis- mannalaus fjallasveit, þar sem eru yfir 2 tillög (4 kr.) af hverju heimili til jafnaðar, vitandi þó ekki af neinum berk'.a- veikum hjá sér“. Framtíðin, hálfsmánaðarblað fyrir börn og unglinga, gefin út í Winnipeg. Utgáfunefnd: Séra N. Steingr. Þorláks- son, séra Friðrik Hallgrímsson og 3 aðrir. Vandaður frágang- ur er á blaðinu, og myndir verða í því. I 3. og 4. tölubl. er grein um séra Tómas Sæmundsson, og er hún eftir guðfræð- iskand. Lárus Sigurjónsson, sem fór kynnisför vestur um haf, eftir dvöl sína á lýðháskólum í Danmörku. Greinin er ágæt- lega vel rituð að efni og orðfæri. Leiðrétting við „Prestatalið“. Séra Þorvaldur Jónsson á Isafirði skrifaði ritstj. svo fyrir nokkru: „Eg var nýlega að blaða í gömlum blöðum sem ég á. Þar fann ég líkræðu yfir séra Eggert [Guðmundsson] í Reyk- liolti og aðra yfir séra Hjört [Jónsson á Gilsbakka] afa minn. Ég bar ártölin þar að gamni minu saman við „Prestatalið", og reyndist það skakt hvað þá báða snertir. I „Prestatalinu“

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.