Nýtt kirkjublað - 15.05.1908, Blaðsíða 8
er séra Eggert talinn fæddur 1776, en á að vera 1769, eins
og er auðsjáanlegt [af öðrum tölum i Prestatalinu]. Afi minn
er talinn að hata fengið Gilsbakka 1807, en á að vera 1806.
Þetta er ómerkilegt, en bendir á, að „Prestatalið" sé ekki sem
áreiðanlegast".
Kirkjujörðin Hafurstaðir í Axarfirði mun fáum
kunn. SkinnastaSur á hana, og hún er á suðurenda sóknar-
innar, gegnt Svínadal í Keldubverfi. Þær jarðir eiga landað
Dettifossi, og eitt af stórræðum Einars Benediktssonar er að
koma upp rafmagnsstöð við Dettifoss. Og þá væri eign í
þessari vesælu kirkjujörð, sem Iegið hefir við að fara í eyði
af foki sunnan frá Hólssandi.
Gilsbakka-kirkja
ris úr rústum. Hún átti stórum minna en ekki neitt, þegar
hún fauk, en söfnuðurino vill ekki af henni missa, tekur hana að
sér og reisir af nýju.
Strandakirkja í Selrogi
er enn íengsæl. Nýskeð kom frá mr. A. B. C. Johnson i
Spanish Fork, Utah, 74 króna gjöf til kirkjunnar, sem munu vera
áheiti frá ±slendingum, fleirum eða færrum, í Mormónarikinu við
Saltasjó.
Sjóðir prestaskólans.
Þeir standa nú rétt i 10,000 kr. Stærsti sjóðurinn (Prsksj.)
c. 5á00 kr., Gjöf H. A. tæpl. 3900 kr. og MinnÍDgarsjóður Jektors
Helga fullar 700 kr. Af þeim sjóði fengu i yetur sem leið 2 stúd-
entar verðlaunahækur, Guðbrandur Björnsson og Þorsteinn Briem,
báðir Skagfirðingar. Verðlaunabækurnar voru Biskapasögur I—H.
Erindin í 8. blaði.
„Vorvísan" er eftir Pál Olafsson. Kvæðið heitir „Sólarupp-
koma" í 1. b. Ljóðmæla. Hans var að kveða svo.
Erindið aftan við páskahugleiðinguna er rangteðrað af þeim
er sendi, farið feðgavilt, séra Björn yngri orti.
í kjðri
um Stað í Steingrímsfirði eru þeir séra Böðvar Eyjólfsson í
Árnesi og séra Guðlaugur Guðmundsson í Skarðsþingum.
NYTT KIRKJUBLAÐ
18 arkir á ári í 24 tölublöðum.
Verð 2 kr. — 75 cts. Há sölulaun þegar mikið er selt.
Ritst^oTClÞÓ^ÍLlLLIJlÍBHRNA^
PólagsprentsmiBj an.