Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Síða 2

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Síða 2
122 NÝTT KTRKJTJBLA© §ömul og ng guðfrœði. I. Siðastliðin missiri hefir nýtt hugtak tekið að gjöra vart við sig í hinum kirkjulegá íslenzka blaðaheimi bæði vestan- hafs og austan. Þetta hugtak er „nýja guðfræðin". I seinni tíð tekur maður sér varla svo nokkurt jreirra í hönd, að ekki reki hann sig einhversstaðar á þetta nýja hugtak. Það er bók Campbells bins enska með þessu nafni (The new theology), sem hrundið hefir þessu hugtaki fram á sjónarsviðið og tákn- ar það í blöðmn vorum ílestar ef ekki allar nýungar, sem fram hafa komið í heimi guðfræðinnar á síðustu tímum og á einhvern hátt koma í bága við eldri skoðanir. Hverjar mætur útgefendur sumra þessara blaða hafa á þessari „nýju guðfræði“, má ráða af síðasta blaði „Sameiningarinnar", þar sem séra Jón Bjarna- son setur hana við hliðana á „únítaratrúnni og andatrúar- þvættingnum11 sem hann gefur þann vitnisburð, að það „hafi verið fundið upp til þess að særa kristna trú i hjartastað11, enda er nafnið „nýju guðfræðingarnir11 orðið beint hnjóðsyrði hjá þessum mönnum, líkt og „vantrúarmenn,11 „guðleysingj- ar“ og þvílíkt. Hvað mundi valda þessum ímugusti blaðanna á „nýju guðfræðinni11, sem þeir nefna svo og lýsa á fyrirlitningu sinni rneð því að merkja hana með gæsalöppum? Honum'veldur aðallega það, að hún er ný, — að hún litur öðruvísi á ýmis at- riði trúfræðinnar en guðfræði eldri tíma gjörði. En þessum góðu mönnum er svo farið, að þeim stendur ótti af öllum ný- ungum að því er til trúmála kemur, en þessi ótti hefir aft- ur snúist upp i ofsalegt hatur, eins og oft vill verða. En hatrið, eins og kunnugt er, gerir menn hvorki dómgleggri né réttsýnni. Nýunga-hræðslan og nýbreytni-hatrið er nú engan veg- inn nýtt í sögu mannkynsins, og innan kirkjunnar hefir vilj- að bóla á því alt frá fyrstu kristni. Sjálfur mannkynsfrels- ariun fékk að kenna á því. Enginn vafi er á, að nýunga- hræðsla og nýbreytni-hatur átti nokkurn þátt í óvildinni ogfjand- skapnum, sem hann mætti á lífsleið sinni. Sömuleiðis fékk Páll postuli nógsamlega að kenna á hinu sama. Þegar hann

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.