Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Síða 4

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Síða 4
124 NÝTT KTRKJUBLAÐ ilt hlotist. Ferill hans, sem rek]a má langt aftur í aldir, hefir oftlega verið hörmunga- og bloðferill. En hvað veldur þeim ruglingi hugtakánna? Trú og kenning, er þó ekki svo skylt hvað öðru, að verulegir eríið- leikar geti verið á því að halda hugtökunum aðgreindum. Að vísu er það satt, séu hugtök þessi rétt skilin. En þaðer meinið, að annað þessara hugtaka, trúin, hefir ávalt sætt misskilningi nokkrum fyrir þá sök, að það orð hefir fleiri merk- ingar en eina. Orðið trú merkir bæði traust og sannfœring um að eitthvað sé. Að trúa á guð getur þýtt bæði að setja traust silt til guðs og gefur þá til kynna kærleiks-afstöðu hjart- ans til guðs, og að vera sannfærður um að guð sé til, og gef- ur þá til kynna, að vér tökum gildan vitnisburð opiuberunar- innar um hinn ósýnilega guð. Báðar merkingarorðsinskomaþrá- faldlega fyrir í ritningunni, en þó þannig, að enginn þarf að vera í vafa um hvað orðið merkir á hverjum stað. I fyrnefndu merkingunni kemur orðið sérstaklega fyrir hjá Páli, t. a. m. þarsem hann talar um réttlætinguna af trúnni, en í síðarnefndu merk- ingunni hjá Jakobi. Páll segir, að trúin ein gjöri oss hólpna, af því að trúin er eftir hans skoðun kærleiks-samband hjart- ans við guð, en Jakob neitar því, að trúin réttlæti, af því að trú er eftir lians skoðun aðeins sannfæring um að guð sé til. Að þes i síðarnefnda tegund trúar sé oss þó einnig mikilvæg í trúarlegu tilliti, sýnir höfundur Hebreabréfsins. Hjá engum þess- ara höfunda sést bóla á þeim misskilningi trúarhugtaksins, er orsakast af því að þessum tveimur merkingum orðsins er rugl- að saman, og seinna verður svo algengur í kristninni, að trú- in í merkingunni að vera sannfærður um eitthvað er talin jafnnauðsynleg til sáluhjálpar sem trúin í þeirri merkingu að treysta guði þ. e. gefa honum hjarta sitt í öruggu trausti til náðar hans. Eftir skoðun Páls er það hin síðarnefnda trú ein. sem oss hólpna gjörir, og eftir skoðun Jakobs er hin fyr- nefnda trú svo lítilsvirði í sáluhjálplegu tilliti, að hann fninn- ir á, að þá trú geli jafnvel djöflarnir haft (sbr. Jak. 2,19) — en af því mætti ráða hvert sáluhjálpar-gildi hennar sé. Þegar því um trú er að ræða, verður að gjöra greinarmun á þessum merkingum orðsins, og forðast að rugla þeim saman. En þegar nú þess er jninst, að „trú“ getur haft merkinguna, að vera sannfærður

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.