Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 6
126 NÝTT KIRKJUBLAÐ Þetta vita nú flestir nokkurnveginn uppfræddir menn — en þó verður sífelt að vera að minna á jafnsjálfsagða hluti og þessir eru. Fátt er algengara meðal kristinna manna en þessi misskiln- ingur á trúnni, að menn álíta sér vísa eilífa sáluhjálp fyrir það eitt, að þeir geta með góðri samvizku samsint öllum höfuðatriðum trúarinnar, án nokkurra efasemda, en efast hinsvegar um sálu- hjálp þeirra manna, sem leyfa sér að vefengja eitthvert trúarat- riði, af þvi að skynsemi þeirra eða þekkingar-ásigkomu- lag gjörir þeim ómögulegt að samsinna því. Eg tala nú ekki um hin meiri háttar trúaratriði eins og t. a. m. höfuðliði hinnar postullegu trúarjátning- ar. Fjöldi kristinna manna gjörir að sjálfsögðu ráð fyrir, að vefenging þeirra gjöri manni lítt mögulegt að verða hólpinn. Og þó veit eg ekki til þess, að í öllu nýja-testamentinu finn- ist eitt orð, sem fyrirdæming slíkra manna verði bygð á. En menn fara lengra en þetta. Jafnvel smávægileg atriði eins og t. a. m. hinar og þessar frásögur úr lífi Krists eru gjörðar að trúaratriðum nauðsynlegum til sáluhjálpar, — og það alt eins þótt vér höfum fengið þekkingu á þeim eingöngu fyrir ó- hlýðni lærisveina Jesú við ótvíræðar skipanir hans um að þegja yíir því sem þar er skýrt frá, — að eg nú ekki nefni ýmsar kynjasögur gamla testamentisins eða viðburði, sem óveiklaða og óspilta siðferðismeðvitund hryllir við, og hún verður að mótmæla. Persónulega er eg ekki í neinum vafa um neinn lið hinnar postullegu trúarjátningar, og finn litla sem enga ástæðu til að vefengja nokkra af kraftaverkasögum nýja testamentisins, en því trúi eg ekki, að eg eða nokkur maður verði á hirium mikla degi krafinn reikningsskapar fyrir þá trú, heldur ein- göngu fyrir afstöðu hjartans til guðs og hans náðar. Með því vil eg engan veginn sagt hafa, að þessi trú sé þýðingarlaus fvrir mig eða samband mitt við guð; en sáluhjálp niína byggi eg ekki á þeiiTÍ trú eða samsinningu trúaratriða, bverju nafni sem nefnast, með því að slíkt væri ekkert annað en gamla Farísea- villan, sem Jesús Kristur barðist á móti — alt fram í dauð- ann á krossinum. [Niðurl.l T Tr e/. II,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.