Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Qupperneq 7

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Qupperneq 7
NÝTT KLRKJUBLAÐ. 127 lermingardagurinn. Flestir munu, á öllum aldri, minnast fermingardagsins s/ns meb bljúgum tilíinningum, og ekki sízt þegar ellin tekur aS beygja. Margir aldraðir nienn telja dag þennan hinn þýðing- armesta dag œsku sinnar; og hugnæmt er að veita því eftir- tekt, hversu endurminningin um fermingarathöfnina endurlífg- ar aftur fjörið í sál öldungsins, og glæðir blíðu og barnslegu tilfinningarnar í hjarta hans. Þessi staðreynd ber ljósan vott um það, hversu þýðingarmikill kirkjusiður fermingin er, og hversu mikils væri mist ef hann legðist niður. Þær raddir hafa enn eigi verið háværar, sem andmælt hafa fermingunni, þótt gjört hafi þær vart við sig hjá þjóð- inni. Menn hafa fundið fermingar-athöfninni það lil foráttu, að heitið sé æfilangt, þar sem reynslan sé sú að menn rjúfi það alment. Þetta er eigi réttmæt aðfinsla, sökum þess að heit- ið geta menn rofið þólt um skemmri tíma væri að ræða. — Mörgum, sem andmæla fermingarheitinu verður það á, að gleyma að taka tillit til orðanna: Viltu standa stöðugur o. s. frv. En það eru einmitt þessi orð, sem gjöra það að verk- um, að eg hygg að hvert fermingarbarn geti unnið heitið með i-ólegum huga í allri alvöru og einlægni hjartans. Eg hefi svo sterka trú á afli hins góða í barnssálinni, að eg hygg að hvert fermingarbarn geti lýst yfir því í einlægni, að það afneiti hinu illa og trúi á guð, og að það vilji standa stöðugt í þessari trú, enda munu þeir fáir vera, sem látið hafa í Ijósi iðrun yfir því að hafa unnið fermingarheitið. En það er eitt atriði fermingarathöfninni viðvikjandi, sem nú orðið, er alveg þýðingarlaust, og sem oft hefir orðið til þess að draga úr áhrifum athafnarinnar. Atriði þetla er yfirheyrsl- an í kristnum fi-æðum á börnum i messunni á fermingardag- inn. Mér hefir ávalt fundist það mjög óviðfeldið, að láta slíkt próf vera samfara fermingnnni. Afleiðingin er sú, að börnin hugsa til fermingardagsins með kvíða. — Hugsunin, sem fremst virðist vaka í sálum margra barna er sú, að geta „stað- ið sig vel fyrir prestinum“ eins og ])að er orðað daglega. Siður þessi mun hafa myndast í þeim tilgangi. að gefa söfn- uðinum kost á að heyra að börnin hafi numið helztu atriði

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.