Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 10
130_________S^JSjSSHSSí^ Bekkir rúma um 400 manns. Loftrúm kirkjunnar innan veggja og þaks er nál. 40 þús. rúmfetum, og eru þá um 100 rúmf'et lofts með hverju sæti; er það mun meira en gerist í kirkjum hér á kmdi. Undir nokkrum hluta kórs er kjallari og í honum ofn, en þar yfir ristur í gólfi og loftrásir frá ofnklefanum undir kirkjugólfi að ristum til og frá í kirkjunni. Þegar ofninn er kyntuí, streymir heita loftið úr ofnklefanum upp í kórinn og þaðan um kirkjuna, kalt loft sogast um loftrásirnar að ofn- inum, hitnar þar og fer síðan upp í kórinn o. s. frv. Kirkjan er öll úr timbri, tréklædd utan og innan, þök járnvarin, söguð skrautborð á mænum og veggjum, krossar á kirkjubur.-tum, skornir stuðlar á turnburstum, kross á turn- hjálmi. Vegghæð kirkjunnar frá grunni nál. 10 álnum, á mæni um 16 álnir, þökin krossreist, hæð frá jörðu upp á turnkross um 40 álnir. Fullgerð kostar kirkjan nál. 20 þús. kr. Sjóð átti hún um 8 þús. kr., 1000 kr. gáfu henni Örum & Wulff kaup- menn. Eikarhurðirnar, er kostuðu um 500 kr. með ðllum málmi á þeim, gaf Stefán Guðjohnsen verzlunarstj. á Húsa- vik, að því er eg veit. Fleiri kunna að hafa gefið, þó að eg viti ekki. Yfirleitt hefir Húsvíkingum farist kirkjusmíð þessi mjög rausnarlega, enda er í kirkjunni meira sætarúm en í öðrum kirkjum hér á landi utan Reykjavíkur. Á myndinni sér á suðurhlið kirkjunnar, snýr að manni suðurarmur og suðurhlið skrúðhúss með skrúðhúss- og lík- hússdyrum. Reykháfur er upp úr líkhússhorni. R. Ó. iverkenslan. Framhald á umrœðunum. I. I seinni tíð hefir margur amast við kverkenslunni: „Þurr, utahað lærður, andlaus bókstafur," segja menn. — En hvernig stendur á því? — Af því að hvorki kennendur,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.