Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Qupperneq 10

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Qupperneq 10
130 NÝTT KIRKJUBLAÐ Bekkir rúma um 400 manns. Loftrúm kirkjunnar innan veggja og þaks er nál. 40 þús. rúmfetum, og eru þá um 100 rúmfet lofts með hverju sæti; er það mun meira en gerist i kirkjum hér á kndi. Undir nokkrum hluta kórs er kjallari og í honum ofn, en þar yfir ristur í gólfi og loftrásir frá ofnklefanum undir kirkjugólfi að ristum til og frá í kirkjunni. Þegar ofninn er kyntur, streymir heita loftið úr ofnklefanum upp í kórinn og þaðan um kirkjuna, kalt loft sogast um loftrásirnar að ofn- inum, hitnar þar og fer síðan upp i kórinn o. s. frv. Kirkjan er öll úr timbri, tréklædd utan og innan, þök járnvarin, söguð skrautborð á mænum og veggjum, krossar á kirkjubur-tum, skornir stuðlar á turnburstum, kross á turn- hjálmi. Yegghæð kirkjunnar frá grunni nál. 10 álnum, á mæni um 16 álnir, þökin krossreist, hæð frá jörðu upp á turnkross um 40 álnir. Fullgerð kostar kirkjan nál. 20 þús. kr. Sjóð átti hún um 8 þús. kr., 1000 kr. gáfu henni Örum & Wulff kaup- menn. Eikarhurðirnar, er kostuðu um 500 kr. með öllum málmi á þeim, gaf Stefán Guðjohnsen verzlunarstj. á Húsa- vík, að því er eg veit. Fleiri kunna að hafa gefið, þó að eg viti ekki. Yfirleitt hefir Húsvíkingum farist kirkjusmíð þessi mjög rausnarlega, enda er i kirkjunni meira sætarúm en i öðrum kirkjum hér á landi utan Reykjavíkur. A myndinni sér á suðurhlið kirkjunnar, snýr að manni suðurarmur og suðurhlið skrúðhúss með skrúðhúss- og lik hússdyrum. Reykháfur er upp úr líkhússhorni. R. Ó. lYGrkcnslan. Frarnliald á umrceðunum. I. I seinni tið hefir margur amast við kverkenslunni: „Þurr, utanað lærður, andlaus bókstafur,“ segja menn. — En hvernig stendur á þvi? — Af því að hvorki kennendur,

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.