Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 11
eða nemendur hafa áhuga á innihaldinu, auðvitað. Stendur í sambandi við trúardeyfð. Hér er þðrf að vekja áhuga. — Og eg held það takist bezt með frásögum úr biblíunni, og jafnvel frásögum um mikla guðsmenn og með verklegum guðræknisæfingum. — En hvort kverið á að nota? Bæði hafa sína kosti og ókosti. Með Helgakveri er hægra að safna vissum forða af kristilegri þekkingu í sálu barnsins. Klavenesskver er inni- legra, En hræddur er eg um, að það kver komi ekki al- menningi að notum. Er of-stuttort.—Og spurningarnar? — Omögulega get eg felt mig við að kenna kver í ljóðum. I fornöld framsettu meun goðsagnir í Ijóðum, til þess að slikt geymdist betur í minni manna, en er hægt að gera það nú svo vel fári? Eg skil ekki í því að kver séra Valdimars skyldi vera lögleitt til notkunar við kristilega uppfræðslu barna undir fermingu. Ekki hefði slíkt verið gert, ef eg hefði verið ráðgjafi stjórnarinnar. (B. J.). II. Tjm kverin vil eg ekki skrifa, meðal annars vegna þess, að eg yrði þá einnig að minnasl á Klavenesskverið, sem mér geðjast ver að en Balles- Helga- og Valdimars-kverum, en líkt og að Balslev. Klavenesskver get eg ekki felt mig við að því leyti, að mér finst miklu erfiðara að gefa börnunum ljóst yfirlit yfir höfuðatriði kristindómsins eftir því. — Helga- kver gefur ágætt yfirlit og niðurskipun efnisins er þar svo greinileg og eðlileg. En það er nokkuð þurt og vísindalegt.— Með Helgakveri verður kennarinn að hafa í samtali sínu við börnin svo mikið af „uppbyggilegu" efni, tala til hjartans. En með Klavenesskveri þarf aftur svo mikið að tala til höfuðs- ins, veita börnunum fróðleik, sem ekki er í kverinu. En hann vill nú nokkuð mikið gleymast hjá þeim mörgum, nema tíminn sé nógur til þess að endurtaka hann. Fræðikerfið í Vnldhnarskveri er mjög lt'kt og í kveri séra Helga, og er það mikill kostur. Einnig þykir mér Valdimars- kver hafa þann kost, að „eskatologian" [kenningin um dauð- ann, dóminn og annað líf] er vægari en i hinum kverunum öllum, sem hér hafa notuð verið. Látið nægja að segja, að guð gjaldi hverjum eftir sínum verkum. og að maðurinn geti

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.