Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 12
ekki verið sæll, meðan hann er vondur, hve lengi sem hann
er það. — Kverin ölí, nema Valdimars, fara hér miklu lengra,
þar sem þau kenna roeð sterkum orðum eilífa útskúfun. —
Ef kirkjunni er alvara að koma þeirri fullkominni trú
og sannfæringu inn hjá kristnum mönnum, að nokkrar — og
þá líklega mjög margar — mannssálir hreppi að siðustu þau
voðalegu afdrif, sem lýst er í útskúfunarkenningunni, tekur
hún þá ekki hurtu aftur gleðiboðskapinn, sem hún gefur með
annari hendinni, og lætur sorgarboðskap í staðinn? Gæti
nokkur góð sál, nokkur kærleiksrík vera, verið sæl, ef hún
vissi af slíkum ósköpum? Mér þykir það kostur við Valdi-
marskver, að mér finst það tali um þetta mál með fullri al-
vöru, en fari ekki út yfir hæfileg takmörk.
Fyrir ljóðabúninginn verður börnunum auðveldara og
skemtilegra að nema kverið. En vera má að hann valdi og
því, að þeim verði erfiðara að fá yfirlit yfir efnið; en með
tilsögn mun mega bæta úr því.
Ekki held eg að það sé heppilegt, að láta börn hætta
við að nema kver orðrétt, og eg hefi mikla reynslu fyrir því,
að fiestum börnum veitir létt að læra Helgakver, ef þau fá
leiðbeining um aðferðina. Auðvitað þarf að gefa þeim fyrst
Ijóst yfirlit yfir hvern kafla, segja þeim efnið í honum, svo
að þau viti það, skýra svo efni hverrar greinar, svo að þau
einnig viti hana, og þá fyrst taki til að nema hana. Það er
ótrúlegt, hvað börn, 8—10 ára, geta verið fljót með þessari
aðferð að læra alt kverið, svo að þau kunna það reiprenn-
andi og orðrétt, spjalda á milli. Það er ónæmt barn, sem
kemur þvi ekki vel af á einum vetri. En hitt er ekki gott,
að börnin læri kverið sem þulu, áður en þau fá nokkurt
yfirlit eða skýringu, þótt þau verði mörg að gera það, og
takist það vonum fremur. En þótt það sé þreytandi nám,
þá hverfur það og gleymist, ef þau fá síðan góða útskýringu.
Þá hættir þeim að leiðast kverið, og hlakka jafnvel til
kenslustundanna. (M. A.).
Synodus verður Iialdin laugardaginn 26. þ. m. Séra Eggert
Pálssou á Breiðabólsstað prédikar. Meðal annars verða þar vænt-
anlega umræður um kerjmngarf'relsi, og um breytingaruar á gjöld-
um til prests og kirkju, sem skattaneí'ndin fer f'ram á.