Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Page 13

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Page 13
NÝTT KTRK.TUBLAÐ isá (|ildi ritningarinnar. Eftir séra II. J Gampbell. llyktarorð. Lifandi bók. Svo getur biblían reynzt oss, er vér kunn- um með hana að fara, eins og nú hefir sagt verið. Vér þurfum að bera kærleiks-samhug til höfundanna sem rituðu hana, þá skiljum vér hvað þeir hugsuðu og hvað þeir þráðu, og þá sækjum vér til biblíunnar lífið og kraftinn í viðleitn- inni að lifa lifi voru í sameiningu við Jesú Krist. En ófrelsis- haft er lagt á mannssálina og óvirð’ng er henni gerð með því, að halda að henni biblíunni eins og laga-bálk, rituðum af guði, þar sem alt er jafngott og gilt endanna á milli, þar sem alt er felt og smelt í kenninga-steypu hins eina sálu- hjálplega átrúnaðar. Það eru menn en ekki bækur, sem verða fyrir áhrifum af innblæstri guðs. Og guð heldur áfram að blása anda sín- um í brjóst mönnum, alt til enda veraldar, hvort heldur þeir eiga við bókagerð, eða láta það ógert. Þessi ímyndun um algildi bókstafsins í ritningunni verð- ur nú á dögum hvað mest til að eyða andlegu trúnni, og er hinn versti ásteytingar-steinn. Gæti allur þorri mótmælenda leyst sig úr þeirri andlegu ánauð, þá væri það alveg ómetan- legt happ fyrir sigur sannleikans. Enginn er sá maður, er þetta kann að lesa, að bann liti óvirðingar-augum á trúarskoðanir guðhræddrar móður. En hitt er jafnvíst, að þegar hann sjálfur hefir fengið dómgreind og andlegan þroska, þá telur hann sig eigi bundinn við þær trúarskoðanir. En skyldi nú ekki hún móðir þín standa þér eins nærri og menn, sem í heiminn voru bornir mörgum öld- um áður en hún fæddist? Eins og guð gat látið raust sína ná inn í hjörtu manna á löngu liðnum öldum, eins getur hann talað til þeirra nú og gerir það. Hafi hann talað til Jesajasar, þá getur hann eins talað til þín og geíár það. Sé það svo, að þú teljir þér ekki beint skylt að halda það alt satt að vera, sem hún móðir þín leit á að svo væri, þá læt- ur þú ekki heldur skoðanir Páls rígbinda þig. Slíkur bók- stafsþrældómur í blindni og hugsunarleysi hverfur, þegar

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.