Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Blaðsíða 14
134 NÝTT KrRKJÚBLAÍ) mannssálin kennir skyldleikans og einingarinnar við sjálfan anda sannleikans. Og nú vil eg gefa andstæðingum mínum góðan leik á borði, með því að láta svo að kveðið að lokum: Ef þú ert að leita að sannleikanum, þá láttu það eigi á þig fá, hvað í biblíunni kann að standa um það og það, en treystu raustu guðs í þínu eigin brjósti. I sannleiks eftirleit þinni mun bibl- ían fulltingja þér, rétt eins og hver góður maður getur orðið þér að liði, en þú verður að taka hinar margvíslegu kenn- ingar og setningar ritningarinnar, og dæma um þær og prófa þær og Ieggja þær á metin, rétt eins og þú mundir dæma, prófa og vega skoðanir þíns bezta og hjartfólgnasta vinar. Ekkert jafnast á við hið kyrláta og örugga traust á anda sannleikans inni í eigin sálu þinni. Ef guð er eigi þar fyrir, þá fær þú hann eigi fundið í biblíunni, og heldur eigi neinstaðar annarstaðar. lærinn hans lalvíns er að fornu og nýju höfuðból evangelískiar kristni. Hvergi í evangelískum Iöndum hefir kirkjuvaldið verið ríkara og ramm- ara en í Genf á dögum Kalvíns, en lengi bjó kirkjan þar að anda hans og krafti. Frægðarorð hefir farið af háskólanum, sem han« stofnaði 1559. Forna heiti háskólans var „Kalvins- akademíið" ogháskólinn hefir gefið prestaskóla íslands háskóla- sö»una, mikið og vandað minningarrk, og eru fáir háskólar erlendis sem sæma nsentastofnaHÍr vorar slíkum gjöfum. Bærinn Genf er alþjóða-þingstaður. Landið er fagurt og borgin er alsett skrauthýsum, auður mikill. Reykjavík drægi um minna, ef hún ætti eina 30 miljónamenn, þá hóldi hún í við Genf eftir fólksfjölda. Mannúðarfélagskapur er þar mikill. Þar komst á alþjóða-félagsskapur um „Rauða krossinn" 1864. Kalvínska eða reformerta kirkjan hefjr verið ríkiskirkjan i Genf, eins og við má búasrt, frá því á siðabótartímanum. Nú er svo komið að katólskir menn eru orðnir öllu fleiri, að minnsta kosti í ríkinu. Og árið sem leið gerðist þar hin mikla breyting að ríkislarkjan var úr Iðgum numin. þrír

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.