Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Qupperneq 15

Nýtt kirkjublað - 01.06.1908, Qupperneq 15
NÝTT KffiKJUBLAÉ) 136 fjórðu lilutir lóggjafarþingsins samþyktu aS bera aðskilnaðar- rnálið upp fyrir þjóðinni. AtkvæSisbærir menn eru 24—25000 eSa ’/5 hlutinn, einir 10,000 greiddu ekki atk' æSi, og skiln- aSarmenn höíSu betur meS rúmum 800 atkv. Eins og viS mátti búast, greiddu katólskir menn yfirleitt atkv. meS skiln- aSinum, þótt öðruvísi líti þeir á það mál á Frakklandi. All- vel er skilið við kalvínsku kirkjuna gömlu, hún heldur kirkj- um sínum og prestsetrum og prestarnir, sem í embættum verSa í lok þessa árs, fá rífleg biðlaun. Skilnaðurinn gerist 1. janúar 1909. Ekki svo fáir prestar gömlu þjóðkirkjunnar voru ílytjend- ur og stuðningsmenn aSskilnaðarins, og flestir virðast unavel við úrslitin, þótt atkvæðamunur væri lítill. Höfuðmálgagn þjóðkirkjunnar lýsti því yfir eftir atkvæðagreiðsluna, að nú væri markið að reisa fríkirkju, eigi síður víðfaðma og frjáls- lynda en þjóðkirkjan kalvínska taldi sig að vera nú orðið. Húsvíkingar eiga heiður og sæmd fyrir kirkju sína. Það er 1 mörgum greinum sérstakur myndarbragur á því kauptúni. Góðs viti, að þar höfðu fyrir fjórum árum 45 menn meiri og minni grasnytjar. Þorpsbúar þá um 400. Þarfir menn verið þar í sveit undanfarið til góðs félagsskap ar. Og landið undir almannaeign. „Óðinn“ flutti mynd af Hjarðarholtskirkju í Dölum, og er svipur með þeim Rögnvaldar-dætrum. Þeim fjölgar vonandi í landinu. Hr. R. Ó. hefir sem stendur einar 6 kirkjur undir. Heilsuhælið „Maður d.rekti sér nýlega í.........hann var kvænlur og átti tvö börn. Ástæðan talin, að hann fékk að vita hjá lækni, að hann væri berklaveikur, en neitað um húsmenskuleyfi í.........dal með öðru móti, en hann gæti sýnt heiibrigðisvottorð. Var 9. árið hans þar í dalnum. Ekki vanþörf á berklaveikishælinu11. Svo er ritstj. ritað í nýfengnu bréfi að norðan. Saga Bólu-Hjálmars kemur sennilega út innan skamms. Símon Dalaskáld hefir samið, og er það allmikið rit og víða fremur skemtilegt. Brynjólfur frá Minnanúpi

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.