Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Blaðsíða 1
NYTT KIRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐAREIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 15. júní JÍYCir cr sökin? Eftir i>éia &inav Ipóvðaison á oBa&'fe.a, 12. blað L í 2. tölubl. N. Kbl. þ. á. er greinarkorn, bréf frá leik- manni með þessari yfirskrift ritstjórans. Bréfkaflinn lýsir að nokkru andlausri guðsþjónustu: Hún „byrjaði með ósköpum;" sðngmennirnir sungu illa, en þeir voru kvefaðir. Og svo endaði guðsþjónustan „meb skelfingu". Presturinn flutti miög lélega ræðu; telur höf. hon- um þar — auk andleysis — einkum til afsökunar, að presta- skólinn hafi látið hann ná prófi. Ritstjórinn spyr: „Hvar er sökin?" Milli þeirra orða má lesa það, að ritstjórinn œtli sér ekki að hlíta þeim dómi, að alt andleysi presta á þessu landi, ónýtar ræður, embættis- glöp o. fl. sé að kenna prestaskólanum, og dettur mér ekki í hug að lá honum það. Hann getur þess til að fleiri en hann muni langa til að svara spurningunni. — Rétt er það. Eg er einn þeirra. Það hefir oft verið sagt, að engin stétt hafi reist sér eins fagran minnisvarða i sögu landsins og prestastéttin, engin stétt verið eins þjóðleg og þörf og hún, eða fremur borið menningu þjóðarinnar á herðum sér. Þetta er satt, þá litið er á áhrif og afskifti prestastéttarinnar í heild. En á hinn bóginn verður því ekki neitað, að prestastétt- in hefir átt og á enn marga, er ekki vinna að þessu. Á eg þar við presta, er fyrir óreglu, andleysi eða annað eru óhæfir til stöðu sinnar.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.