Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Page 1

Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Page 1
NÝTT KÍRKJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYEIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 15. júní 12. blað Jvar er sökin? Eftir t>íza Qinaz 'joóíSa-iiotv ó o8a44a. I. I 2. tölubl. N. Kbl. þ. á. er greinarkorn, bréf frá leik- manni með þessari yfirskrift ritstjórans. Bréfkaílinn lýsir að nokkru andlausri guðsþjónustu: Hún „byrjaði með ósköpum;“ söngmennirnir sungu illa, en þeir voru kvefaðir. Og svo endaði guðsþjónustan „með skelfingu". Presturinn flutti mjög lélega ræðu; telur höf. hon- um þar — auk andleysis — einkum til afsökunar, að presta- skólinn hafi látið hann ná prófi. Ritstjórinn spyr: „Hvar er sökin?“ Milli þeirra orða má lesa það, að ritstjórinn ætli sér ekki að hlíta þeim dómi, að alt andleysi presta á þessu landi, ónýtar ræður, embættis- glöp o. fl. sé að kenna prestaskólanum, og dettur mér ekki i' hug að lá honum það. Hann getur þess til að fleiri en hann muni langa til að svara spurningunni. — Rétt er það. Eg er einn þeirra. Það hefir oft verið sagt, að engin stétt hafi reist sér eins fagran minnisvarða i sögu landsins og prestastéttin, engin stétt verið eins þjóðleg og þörf og hún, eða fremur borið menningu þjóðarinnar á herðum sér. Þetta er satt, þá litið er á áhrif og afskifti prestastéttarinnar í heild. En á hinn bóginn verður því ekki neitað, að prestastétt- in hefir átt og á enn marga, er ekki vinna að þessu. Á eg þar við presta, er fyrir óreglu, andleysi eða annað eru óhæfir til stöðu sinnar.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.