Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Blaðsíða 5
NÝTT KIRKJUBLAÐ 141 eru til vegna safnaðanna og til stuðnings andlega lífinu með- al þeirra, en ekki vegna prestanna. Onnur mótbára, að við þetta yxi eftirlaunabyrði landsjóðs er ekki þýðingarmikiL Eftirlaun presta eru lág, og þetta mundi mjög sjaldan notað; væri um ungan mann að ræða væri upp- hæðin hverfandi litil; ef um eldri mann er að ræða, ber að sama brunni, færri árin þangað til hann hefði hvort sem var farið að taka eftirlaun, en eftirlauna upphæðin minkar er ár- in verða færri. Þeim sem þætti frelsi safnaðanna ofmikið með þessu móti, liefi eg ekkert að segja að svo stöddu. Sem stendur virðist það samkomulag altof margra, að sjá alls staðar ljón á vegi fríkirkju, þó þeir vilji þangað stefna. Sum kirkjuleg nýmæli síðasta þings stefna í þá átt, sum ekki Þetta sem hér hefir verið bent á, er eitt þýðingarmesta spor í áttina til fullkomins kirkjulegs frelsis. Þetta spor á að stíga — þegar á næsta þingi. Verði þetta spor stigið, þarf eigi að fara neinar grafgötur, að leita þess, hver eigi sök á því, að í prestsembætti sitji til lang- frama óuppbyggilegir andleysingjar eða aðrir gallagripir. Þá hafa söfnuðirnir valdið og þá er það söfnuðunum að kenna, ef þeir herrar, séra Páll, Pétur og Einar, — eða hvað þeir kunna að heita — „dauðrota alt andlegt lif i söfnuðinum". ríkirkjan í N. Kbl. skýrði frá þeirri breytingu, sem nú verður í Genf, að ríkiskirkjan þar stendur eigi lengur en til nýárs, og fríkirkjan tekur við. „Norska Kirkjublaðið“ telur þetta merkilegan viðburð. Ríkiskirkjan hans Kalvíns í Genf var svo bjargstudd og sögu- helg. Að því var vikið í N. Kbl., að fríkirkjan mundi áfram verða frjálslynd, og rætist það. Stjórnarráð ríkiskirkjunnar hefir samið frumvarp til grundvallarlaga fyrir fríkirkjuna, sem

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.