Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Blaðsíða 6
142 NÝTT KIRKJUBLAÐ búast mó við að verði samþykt. í því frumvarpi eru meðal annars þœr greinar, sem hér fara á eftir: 1) Kirkjan játar Jesúni Krist, frelsara allra manna, að vera sinn eina leiðtoga, og byggir því boðskap sinn- á bibl- íunni, en lætur frjál-t að skýra hana eins og hún samþýðist kristinni samvizku ( í ljósi“ kr. samv.). 2) Allir þeir sem atkvæðisrétt hafa i rikiskirkjunni 31. des. 1908, teljast félagar fríkirkjunnar, enda hafi þeir ekki látið uppi að þeir vilji ekki ganga inn i hina nýju kirkju. Inngöngurétt eiga síðan allir, sem eru 10 ára að aldri, hafa fengið fræðslu í kristindóminum og lýst yfir ósk sinni að heyra kirkjunni til. Atkvæðisréttur er bundinn við 20 ára aldur. 3) Kirkjustjórnarróðið (,,konsistóriið“) skipa 40 menn. Af þeirri tölu eiga 9 að vera prestar, en hinir leikmenn. 4) Frjáls er hver prestur í kenning sinni og prédikun, og verður hann sjálfur að ábyrgjast, hvernig hann fer með það frelsi. Þetta frelsi má ekki skerða, hvorki með trúar- játningum eða fyrir-kipuðum formálum við helgisiði. En at- kvæðisbærir menn í söfnuðinum kjósa prestinn um ótiltekinn tíma. Nú geta kjósendur krafist þess, að prestur verði á nýjan leik að leita kosningar. Kirkjustjórnarráðið sinnir rök- studdri ósk urn það, ef fjórði hluti kjósenda í borgum ritar undir, en þriðji hlutinn til sveita. I þeim söfnuði fer þá fram atkvæðagreiðsla um það, hvort ganga skuli til prestskosning- ar, og sé fullur helmingur allra atkvæðisbærra manna með því, þá er prestinum hafnað, nema kosinn sé af nýju. Sá er þetta llytur í Khl. norska, býst við að lesendunum kunni að þykja þetta fróðlegt, „meðal annars vegna þess, að sennilega fáum sjálfir vér eitthvað svipað þessu, er stundir liða.“ Campbell og Stead. Séra Matthías var að skýra frá því nýlega í öðru hvoru norðanblaðinu, að kongregatiónalistar hefðu stíað séra C. út úr kirkjufélagsskapnum hjá sér með yfirlýsing um trúarskoðanir þeirrar kirkjudeildar. Ekkert kirkjufélag getur aðliylzt og lifað á algyðistrú, þó að einn og einn geti verið guðs barn með slíkri lífsskoðun. Enginn ó-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.