Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 15.06.1908, Blaðsíða 8
144 NÝTT KIRKJUBLAÐ á þær bækur, sem flytja oss hana, og meðal þeirra bóka verðskuldar biblían langmest að heita öllum öðrum bókum fremur og í sérstökum skilningi (par excellence) bókin guðs, af því að hún hefir að geyma hina guðlegu opinberun, sem nær hámarki sínu í hinni sannsögulegu komu Krists, í lífi hans, dauða og upprisu, og í fagnaðarboðskapnum, sem þar er fluttur.“ Stead hyggur, að yfirlýsingarmennirnir mundu ekki am- ast við því, að greinin byrjaði svona. Prestkosning fór fram í Holtsprestakalli i Önundar- firði 23. f. m. Á kjörskránni voru 283 kjósendur, konurþremtug- um fleiri en karlar, en áhöld voru um greidd atkvæði hvorratveggja (58 konur). Karlmenn ekki svo fáir á skipum úti. Séra Páll hlaut 55 atkv., séra Ásgeir 49, séra Böðvar 7 og 1 ógilt. „Meiri hluti greiddra atkvæða“ ræður veitingu. En telst ógilt atkvæði „greitt11? Lagamenn sennilega jafnmargir með og móti um það atriði. Þarna munaði minstu að til lögskýringar hefði getað komið á því: Væri 1 atkv. tekið frá Á. eða B. og lagt við P., er hann löglega kosinn, sé ógilda atkvæðið talið ógreitt — annars ekki. Ilt misrétti verður fyrir útsóknir við prestkosningar i hinum geysistóru prestaköllum, þar sem kosningin verður að fara fram á einum „hentugum11 stað. Hvernig eiga t. d. Hellnamenn að sækja til Ólafsvíkur við væntanlega kosningu í n. m? Að minsta kosti Iítill réttur kvenna og gamalmenna þar. — Sókna-kosning æskileg, í stað og stað! Yeiting-ar. Séra Þorleifur fékk Viðvík 3% °S séra PAH Holt **/„. Húsavíkurkirkja. Eins og myndin ber með sér, er turninn á horninu milli vestur og norður-arms, og af 2. lofti turnsins er gengt inn á norður og vestur- loft. Þetta hafði misprentast í lýsingunni f nr. 11. Synodus byrjar föstuáug 20. þ. m. stundu fyrir hádegi. Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON. Fólagsprentsmiöj an.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.