Nýtt kirkjublað - 01.07.1908, Blaðsíða 1

Nýtt kirkjublað - 01.07.1908, Blaðsíða 1
NYTT KIRRJÍ7BLAÍ) HALFSMÁNAÐAKRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 1. júli 13. blað Qður krossins. Sbr. frægan sálm eftir Sir John Bowring: In the -Cross of Christ I glory. Hátturinn sami, en efnið öðruvísi. Drottins kross, þitt lof að Ijóða löngum þráði hjartað mitt, yfir grafir gleymdra þjóða gnœfir enn þá höfuð þitt. Broddum stungið, heilagt höfuð, hvað er mannsins vit og hrós; Ijóðin fölna frægðum stöfuð fyrir krossins þyrnirós. Öld af öld með undraveldi ímynd Guðs þú barst um kring, hefir farið helgum eldi heimsins blóði stokkin hring. Fyrir þinum friðaróði fellur dramb og ofsi manns, fölnar Sarons fagurgróði fyrir þymum Lausnarans. Þó að tryllist alt hið illa, œði blindni, svik og fé, villa, blekking, vald og þekking visnar ei hið grœna tré.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.