Nýtt kirkjublað - 01.07.1908, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.07.1908, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ 153 tillit til þeirra andans hugsjóna, sem öll stefna tímans og hugsunarháttur mótast af. Þetta sjá ]ieir menn og skilja, sem á vorum dögum eru að fást við hina vísindalegu íhugun kristindómsins — hinir svonefndu nýju guðfræðingar. Ranglátari og ósannari dóm er ekki hægt að kveða upp um þá en þann, að |)eir vilji „særakristna trú í hjartastað,1* Guðfræðingar hinnar nýjn stefnu vilja um- fram alt vinna að því, að tímans börn geti tileinkað sér fagn- aðarboðskap Jesú Krists, svo að hann verði líf og kraftnr í lífi þeirra, eins og hann hefir verið það í lífi undanfarandi kynslóða. Þvi að þeir finna sárar til þess en margur rétt- trúaður, sem nú byggst að vinna guði þakklátt \rerk með þvi að gjöra þá og starf þeirra tortryggilegt með staðlausum getsökum og sleggjudómum, hvílíkt mein það er fyrir tímans börn að fara á mis við blessunaráhrif kristnu trúarinnar. Þeir leitast því og við að skera burtu ýmislegt það af um- búðum kristindómsins, sem nú fælir tímans börn frá kirkj- unni og kristindómnum; þeár reyna að íklæða hin gömlu op- inberunar-sannindi nýjum búningi, sem hin núlifandi kynslóð getur felt sig við og rökstyðja þau og útlista á þann hátt er bezt fær samþýðst hugsunar'hætti nútímans; þeir reyna að tala niáli kristindómsins á tungu, sem vorir timar skilja, og nota þær röksemdir einar og ályktanir, sem vorir tímar taka gildar. Með þessu er alls ekki sagt, að alt sé rétt og áreiðanlegt, sem þe*sir nýrri tíma guðfræðingar kenna, eða því neitað, að sumir þeirra fari í ýmsum greinum of langt í staðhæfmgum sínum, dómum og ályktunum. En það væri óðs manns æði, að kasta allri nýrri guðfræði þess vegna fyrir borð sem einskis- nýtri, og dæma alt starf nýju guðfræðinganna sem sprottið af Íöngun til að kollvarpa kirkju og kristindómi. Missmíðin, sem kunna að vera á nýju guðfræðinni, veita enga heimild til að hafna þeim 6annindum, sem hún hefir í Ijós leitt. Skylda kirkjunnar verður ávalt, hver sem í hlut á, sú að „prófa alt og halda því sem gott er.“ VI Guðfræðin verður að fylgjast með tímanum sjálfrar sín vegna, vilji hún teljast til vísindalegra fræða, kirkjunnar vegna,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.