Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Side 1

Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Side 1
NÝTT KIRTvJUBLAÐ HALFSMÁNAÐARRIT FYRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNING 1908. Reykjavik, 1. ágúst 15. blað ,,!inakveðjur að varnaði^. Tvær hafa þær birzt í N. Kbl. Mætti ég biðja um rúm fyrir tiina þriðju ? Málefnið, er bráfkaflarnir flytja, er hið tímabærasta um- talsefni, og eg hika mér ekki við að segja hið mikilvægasta er á dagskrá getur komið Iijá þjóð vorri. Er þá líka við- búið, að það verði hið örðugasta. Ekkert viðfangsefni mannsandans er jafn-ftrðugt, og þungróið sem að lifa sig inn í sjálfan sig — lifa sig inn i hið sannasta og bezta, sem felst í djúpi sálarinnar. Oskandi að allir vildu gera það. Unga prestinum er líka, sem vænta mátti, ant um það, en honum gengur ekki greitt að vekja fólkið: Afskiftaleysi af trúmálum sé orðið svo ríkjandi, og sinnuleysið svo magn að, að tilraunir hans hafi orðið árangurslausar. Það bæti nú heldur ekki úr skák, að N. Kbl. vilji koma þeirri flugu inn hjá fólki, að freistingarsagan sé skáldsaga, og það muni draga dilk eftir sér. Það eimir ekki svo litið eftir hjá oss af þeirri ætlan að ekki megi Iireyfa neitt við kenningum kirkjunnar. Það sé svo sem sjálfsagt til niðurdreps fyrir kristindóminn í landinu. En sannleikurinn er sá, að fjöldi skynbærra og hugsandi alþýðunianna hefir fengið pata af því, að vísindin séu að rengja ýmsar kenningar kirkjunnar. Prestarnir hafa yfirleitt látið þetta hlutlaust. Þeir hafa af skiljanlegum og óskiljan- legum ástæðum ekki fylgst með, sízt opinberlega „Rétttrún- aðar“ — kenningin í ýmsum atriðum, oghinar ákveðnu eldgömlu trúarjátningar hafa látið illa í eyrum margra. Þannig hefir

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.