Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.08.1908, Blaðsíða 6
174_ ur á honum, þá vandast málið. En endurbætuvnar þurfa aS koma og verða að koma; og þær verða að koma frá prestunum, frá organistunum, trá skólunum, einkum barnaskólunum,v frá heimilunum og frá söfnuðunum í heild sinni. Hér gildir hið gamla, sem eitt skáldið okkar hefir fyrir skömmu endurtekið svo vel: Hvað md liöndin ein og ein? Allar leggi saman! Engum af oss dettur víst í hug að neita því, að vér prestar gætum i þessu efni gjört meira en vér gjörum. En grundvöllurinn, sem byggja þarf á, er stundum lélegur og stundum nær því engin. Mjög æskilegt væri að prestaefni fengju meiri sönglega mentun á prestaskólanum en nú fæst og hefir fengist, einkum að því er snertir kirkjulegan söng. Ætti enginn prestur, þá er hann vígist, að vera lakar að sér en það, að hann gæti spilað hvert sálmalag sem er einradd- að á harmoníum. Svo ættum vér prestar aldrei að sitja oss úr færi á fundum, við húsvitjanir, við samkomur og oft endra- nær, að hvetja meðlimi safnaðarins til þess, að taka meiri og betri þátt í kirkjusöngnum en alment er, og að útskýra það málefni sem bezt fyrir mönnum, hvetja og leiðbeina, bæði að því er snertir söng í heimahúsum og söng í kirkjunni, eftir þvi sem bezt á við í hvert skifti. Organistar þyrftu að fá meiri sönglega mentun og betri undirbúning undir silt starf en þeir alment hafa. Helzt ætt.u þeir að leysa af hendi eitthvert próf, áður en þeim er fengið svo þýðingarmikið starf í hendur. Það veitir ekki af að taka það oftar en einusinni fram, að starf organistanna er í þe.ssu tilliti mjög mikilsvert, og að þeim veitti ekkert síður af því en prestunum, að búa sig undir hvern einasta helgidag, — en það gjöra þeir fæstir; ekki að eins að búa sig undir það að spila sálmalögin rétt -— það gjöra þeir tlestir — heldur einnig að spila þau vel i öllu tilliti, og ekki að eins þau, heldur og öll forspil og eftirspil. Það má ekkert vera í guðsþjónustu- gjörðinni, sem truílar eða vekur óþægilegar tilfinningar, ekkert óviðeigandi eða illa valið, ekkert of langt eða of stutt. Ekki má NÝTT KTRKJUBLAÐ

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.