Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Blaðsíða 1
NYTT KIRKJUBLAÐ
HALFSMÁNAÐARRIT
FYBIK KRISTINDÓM OG KMSTILEGA MENNING
1908.
Reykjavik, 15. ágúst 16. blað
9
Jíirkjuþing |festur=Jslendinga
Það var haldið í bænum Vest Selkirk þetta árið, dag-
ana 19.—24. júní. Við altarisgöngu-guðþiónustuna i þing-
byrjun prédikaði séra H. B. Thorgrímsen, og lagði út af
Filipp. 1, 3—5. ,
Ekki hirði ég um að lelja upp öll þau mál, sem á dag-
skrá þingsins voru, heldur ætla ég að minnast litið eitt á
helztu og þýðingarmestu málin.
Fyrst er þá að telja heimatrúboðið, sem allmikið hefir
verið unnið að siðastliðið ár Var samþykt að fela þeirri nefnd,
sem því starfi stjórnar milli þinga, að ráða alla þá íslenzku
námsrnenn, sem til þess eru hæfir og fáanlegir eru, til þess
að veita hinum prestlausu söfnuðum kirkjufélagsins kenni-
mannlega þjónustu fram að næsta kirkjuþingi. Vegna presta-
fæðarinnar var líka skorað á tvo guðfræðisnemendur að taka
prestvigslu á komandi vori, en lesa eftir það utan skóla, og
taka seinna fullnaðarpróf. A tvo námsmenn, sem hafa á
þessu vori lokið námi sínu við lærða skóla, var líka skorað
að byrja á komandi hausti guðfræðisnám við lúterska presta-
skólann í Chicago Vestur á Kyrrahafsströnd búa nú margir
íslendingar, og var afráðið að hefja kirkjulega starfsemi með-
al þeirra undir eins og starfskraftar með nokkru móti leyfa.
Áhugi fyrir heiðingja-trúboði virðist altaf fara vaxandi
hjá fólki safnaðanna, og hefir á síðastliðnu ári heiðingjatrú-
boðs-sjóðurinn aukist um rúmt háll't fjórða hundrað dollara.
Með því að enn var ekki kostur á neinum íslenzkum manni
lil þess að takast á hendur heiðingjatrúboð í umboði kirkju-
félagsins, en ajmennur áhugi var á þinginu í'yrir þvi, að eitt-