Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Blaðsíða 2
186___________^JsrýT^^ffiKJTJBL^ hvað yrði undir eins farið að starfa af vorri hálfu í þarfir heiðingjatrúboðsins, var afráðið að styrkja á þessu ári tvo Hindúapiltatil námsvið lúterskan trúboðsskóla á Indlandi; enn- fremur var þeirri nefnd, sem þetta mál hefir til meðferðar milli þinga, falið að íá, ef unt væri, einhvern mann, sem sjálfur hefir unnið að heiðingjatrúboði, til þess að koma og halda fræðandi ræður um það mál hjá einhverjum af söfnuð- um kirkjufélagsins. Það mál sem mestar umræður urðu um, var skólamálið. Svo var gengið frá því máli á síðasta þingi, að kennara-em- bættum við Wesley- og Gustavus Adolphus-skólana var haldið áfram, en jafnframt var séra Björn B. Jónsson til þess kosinn, að safna fé til þess að kirkjufélagið gæti komið upp sinni eigin mentastofnun. Skýrslur þær, sem lagðar voru fram á þessu þingi, sýndu það að við Wesley skólann, þar sern séra Fr. J. Bergmann er kennari, höfðu <35 íslendingar stundað náttl síð- astliðið skólaár, og höfðu 19 þeirra tekið þátt í íslenzku- kenslunni; en við Gust. Ad.-skólann, þar sem Magnús Magnús- son, B. A. kennir, höfðu verið 6 íslendingar, er allir tóku þátt í íslenzku kenslunni. Séra Björn hafði safnað til hins fyrirhugaða skóla rúmum 20 þúsundum dollara í loforðum, en vegna hins erfiða viðskiftalífs sem hér var um þær mundir, vann hann ekki nema stuttan tima að fjársöfnuninni meðal Islendinga; hann hafði líka mælzt til fjárstyrks til þessa fyrir tækis hjá nokkrum stórríkum mönnum í Canada og Bandaríkj- unum, og hefir von um einhvern stuðning úr þeirri átt. Var samþykt að hann skyldi halda þeirri málaleitan áfram, en ekki safna fé meðal íslendinga þetta árið. Ein af tillögum meiii hluta skólamáls-nefndarinnar fór fram á það, að séra Fr. J. Bergmann skyldi ekki hafa á hendi kennaraembætti sitt nema eitt ár enn, vegna þess, að óánægja væri út afþví innan kirkjufélagsins, að hann hefði það embætti á hendi. Gerði nefndin þá grein fyrir þessari tillögu sinni á þinginu, að mörgum fyndusl þær skoðanir, er séra Friðrik hefir haldið framsiðari árin, koma í bága við stefnu kirkjufélagsins, og væri því ekki rétt fyrir félagið eins og að samþykkja skoðanir hans með því að veita honum þetta embætti áfram. Um þetta atriði var allmikil skoðanamunur á þinginu, og urðu um það miklar umræður, sem of langt mál yrði að gera nánari grein

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.