Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 187 fyrir í þessu stutta yfirliti. Niðurstaðan varð Ioks sú, að bæði kennaraembættin skyldu lögð niður að ári liðnu. Hvað þá tekur við, er óvíst enn; en vist er um það, að margir eru þeirrar skoðunar, að nú megi það ekki lengi draga&t úr þessu, að kirkjufélagið komi á fót þeirri mentastofnun, sem það hefir svo lengi langað til að eignast. En ti! þess að það geti orðið svo í góðu lagi sé, þarí' áhuginn fyrir því máli að verða enn almennari vor á meðal en enn er orðið. Trúmála-umræður voru Iialdnar eitt kveld um „Gildi trúarjátninga", og hóf séra Jón Bjarnason umræðurnar með alllangri inngangsræðu, sem verður prentuð í „Aramót- in", sem út koma í þessum mnnuði. Þar verða líka prent- aðir fyrirlestrarnir tveir, sem haldnir voru á þinginu, annar eftir séra Runólf Féldsteð, er nefnist „Hærri krítikin", og hinn eftir þann er þetta ritar, og nefnist það erindi: „Jesús Krist- ur, guðmaðurinn". — Kosning embættismanna fór fram í þingbyrjun. Séra Jón Bjarnason, sem hefir nú verið íorseti Kirkjufélagsins 23 ár samfleytt, gaf ekki kost á sér til endurkosningar, og var i hans stað kosinn séra Björn B. Jónsson. Hinir embættis- mennirnir voru allir endurkosnir: skrifari séra Fr. Hallgrims- son, féhirðir Elís Thorwaldson, varaforseti séra N. S. Thor- lákson, varaskrifari séra K. K. Olafsson og varaféhirðir Jón J. Vopni. Selkirk-söfnuður sá um það, að prýðisvel fór i alla staði um kirkjuþingsmenn, og var það meðal annars gert til skemt- unar, að farið var einn dag með alla kirkjuþingsmenn og aðra gesti á gufuskipi niður eftir Rauðá, niður undir Winni- peg-vatn, og var það hin unaðslegasta skemtiferð, þv/ veður var hið bezla og útsýni fagurt og nóg af glaðværð, söng og hljóðfæraslætti innanborðs. Líka bauð kvenfélag safnaðarins kirkjuþingsmönnum til máltíðar eitt kveld. — — Dagana tvo næsta á ei'tir kij-kjuþingi héldu Hin sam- einuðu Bandalög ársþing silt í Winnipeg, og í sambandi við það þing var líka haldinn annar ársi'undur Hinna sam- einuðu íslenzku lútersku söngfélaga, og héldu þau söng- félög niikla og vandaða söngsamkomu í kirkju Fyrsta lút. safnaðar tvö kveld; súngu þar uni 130 manns undir stjórn séra H. B. Thorgrímsens, og þótti mönnum mikið til söngs-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.