Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Blaðsíða 5

Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Blaðsíða 5
flestir þá í átthögunum fornu, en ekki nema 2 milj. eru i safnaðarfélögunum, eða ?./é hlutinn. I katólskum söfnuðum eru taldar að vera fullar 13 milj., og má þá bæta við góðum tveim milj., þegar gert er fyrir börnunum. Það er ólíkt hvað miklu færri menn, skírðir til katólskrar trúar, hafa orðið utanveltu. Aðhald katólsku kirkj- uniiar miklu meira en hinnar lútersku, og í katólsku kirkj- unni er alt trúarlifið bundnara beint við prestsþjónustuna. I Bandafylkjunum eru einar 210 þús. kirkjur. Katól-ka kristnin á þar tilltölulega fáar kirkiur, þær eru margar svo stórar í höfuðbæjunum. Kirkjur katólskra manna þar alls um 13 þú.«., koma þá 1000 safnaðarlimir á hverja kirkju. Lútersku söfnuðurnir — 2 milj. — eiga nokkuð íleiri guðs- húsin, og enn smærri verða þau hjá Metódistum, þeir eru næsf-öflugasli trúflokkurinn, hálfdrættingar við katólska menn að fólksfjölda, en eiga nálega 5 sinnum fleiri kapellur, ogeru hjá þeim ekki fleiri en J00 safnaðarlimir um húsið. Eigi verður annað sagt, en að fjör sé í kirkjulífinu vest- anhafs. Árið 1906 bætast við í trúarílokkunum öllum fast að því 1 milj. manna, fær katólska kirkjan fullan fjórðung í sinn hlut, og ekki eru fríkirkjurnar að fækka prestum og kirkjum. Þetta eina ár fjölgar prestunum í Bandafyll-junum um 4100 alls, og kirkjur nýjar reistar 3570 að tölu. Rómvérska kirkjan á langtum meiri veraldarauð en allar hinar kirkjurnar til samans. I New-York-ríkinu er talið að rómv. kirkjan eigi skuldlausa eign er nemur meir en 120 milj. kr. Onriur kirkjufélög eru ílest í skuldum, þurfa að leggja svo mikið á sig til að halda uppi fátækum smásöfnuð- um á víð og dreif. Katólska kirkjan er öflugust í stórbæjun- um og a miklu minna af þessum fátæku sveitasöfnuðum. Katólsku innílytjendurnir, Irar, ítalir og Pólverjar, eru síður landnemar en Þjóðveijar og Norðurlandabúar. Katólska kirkjan er og talin mjög dugleg að herja út peninga, sem reyndar mun mega segja um fleiri. En hvað sem til er i þvi, þá er það víst að yfirstjórn katólsku kirkjunnar i Banda- ríkjunum hefir hugann á því að tryggja sér afl og fylgi rneð valdi auðsins. Kirkjufélögin vestan hafs Iáta miklu meira til sín taka í almennum landsmáluni en hér er að venjast austan hafsins.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.