Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Blaðsíða 6
IðO NYTT KI&KJUBLA©
Nú stendur yfir í Bandaríkjunum baráttan við auðvaldið
voðalega sem alt vil! uudir sig brjóta. Gegn þeim voða-þræl-
dómi rísa evangelísku kirkjufélögin yfirleitt, en katólska kirkj-
an leiðir þá baráttu fremur hjá sér. Persónulega frelsið, ein-
staklingsfrelsið og samviskufrelzið er ekki markað á hennar
skjöld.
Það ber mikið á katólsku kirkjunni í Bandafylkjunum.
Hún kann að beita valdi sinu. Blöðin hefir hún víða alveg
á sínu bandi, þó að eigendur og ritstjórar heyri öðrum trúar-
ílokkum til. Bjóði biskup svo um, geta skriftafeður á einni
viku sópað burt kaupendum blaðsins. Undir slíku vill blað
ógjarna eiga, sem erindi þykist eiga við alla borgarana, hverrar
trúar sem þeir eru — og þarf að fœða sina starfsmenn.
Blöðin gefa katólsku kirkjunni mikinn gaum. Ef katólskir
biskupar fara bæjarleið, þá er vandlega sagt frá því. En
hverfi maður fra da^blöðunum til tímaritanna, þar sem and-
lega baráttan er háð, og vandamál nútímans eru tekin á dag-
skrá, þá virðist katólska kirkjan vera alveg utan við. Hennar
menn hafa sem ekkert til þeirra mála að leggja.
„Svo segir frá í „Arbókinni" árið sem leið er fylgir stór-
blaðinu þýzka „Kristna heiminum" (Chronik der Christliehen
Welt), en eitthvað öðru vísi kann nú sagan að vera sögð at
katólskum mönnum sjálfum; eins og ^engur.
Missagnir. Merkilegt er að athuga það, hve fljótt geta
komið upp missagnir, o^ það á kunnugum slóðum, gagnólík-
ar heiinildir að þeim og j)eim albui'ðum, orðum og vísum.
Lítið dæmi þess skal hér sýnt til gamans, þarsem heimildirn-
ar eru svo. altryggar, vegna þess hvað vottarnir eru skýrir
og góðir, en eigi getur nema önnur sagKii sönn verið, og
hugsanlegt að báðar séu ósannar. Erindið sem á leikur er
fallegt og skemtilegt, hvort sem það er komið frá móður-- eða
föðurhjarta, og sjálfs sín vegna maklegt þess að geymast.
I fórum mínum á ég miða frá séra Arnljóti heitnum
Olafssyni á Sauðanesi, sem hann eiuhvern tíma hefir stungiðinn í
bréf til mín og er á sem hér segir: