Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Síða 7

Nýtt kirkjublað - 15.08.1908, Síða 7
NÝTT KIRKJTTBLAf) 191 Ví sa er Þóra Björnsdóttir Thorlacius frá Húsavík kvað um son sinn barnungan, afa lektors Þórhalls. Þú ert svo þægur, ]>ar nieð hýr ú kinn, og hvern dag hægur, Halldór litli raiun; frábær, skýr og fríður, fullkominn með róm, sagður, senn hvað liður, sveinaval og hlóm. Oðum svona fram þér fer, fagra von það eykur inér, vinnukona komin er hvöss og há í góm. Þetta erindi kendi mér Sigríður Davíðsdóttir á Heiði, en Davíð nam af séra Halldóri Björnssyni á Sauðanesi. A. Ó. Nú skiftist ég á bréfum við frú Ragnhildi Björnsdóttur, ekkju Páls heitins Ólafssonar. Ilún stingur að mér margri góðri vísu, og eg var að launa henni, með ]tví að senda henni þessa aftur, og þá fæ eg alveg nýja heimild fyrir vís- unni, heimild austan af Héra'i, og er hún engu ósennilegri en heimildin af Langanesi. Og hún er svo: „Það get ég sagt þér um vísuna, sem þú skrifaðir mér, að ég hefi kunnað hana frá því ég var barn. Hún var oft sung- in fyrir austan, stundum i veizlum, og það var, held ég, al- mannarómur þar, að hún væri eftir séra Sigfús Árnason um Halldór son hans, fyrri mann Þórunnar Pálsdóttur. Séra Sigfús var trúlofaður Sigríði vinnukonu á Kirkjubæ, og átti Halldór með henni, en fékk ekki að eiga hana, fyrir ættar- drambi i móður hans. Sigríður átti seinna séra Benedikt i Ási. En séra Sigfús druknaði í Lagarfljóti undan Kirkjubæ meðan móðir hans lifði, og þar druknaði líka Halldór sonur hans, maður Þórunnar, eins og þú munt hafa heyrt. Það eru til margar visur vel gerðar eftir séra Sigfús, og þessi „Þú ert svo þægur“, er eflaust ein af þeim. Mig minnir líka að eg heyrði Pál segja það, og hann að likindum heyrt vísuna hjá jómfrú Þórdísi, sem lengi var hjá honum, systur séra Sigfúsar.“ Espólín segir um séra Sigfús, að hann hafi verið gáfu- maður mikill og skáld, og líklegur til að verða framarla um það. Eigi fékk hanu að verða kapellán föður síns vegna barnseignarinnar. Björg móðir hans Pétursdóttir var af hinni

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.