Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 2
194 NÝTT KIRKJTJBLAÐ______ lýðing irúarinnar fyrir mannfélagið. Fáir munu gæta þess og enginn, ef til vill, gjöra sér fulla greiu fyrir því, hve víðtæka þýðingu trúin hefir fyrir félagslíf manna. Ef til vill er það engum manni fullljóst, hve mikill- ar næringar hið siðferðilega og félagslega lif nýtur frá þeirri uppsgrettulind. Ef samvizka manns hefði ekki styrk og stuðn- ing af trúnni á guð. hve magnlaus og þýðingarlítil mundi hún þá verða. Ef trúin á guðlegá gæzku glæddi ekki góð- vildina í hjarta manns, hve lítið niundi þá verða í hana var- ið. Ef hugsjónin um œðstu veru, um s]álfsábyrcjð og um annað líf hyrfi algjörlega úr hugum rnanna, hve voðaleg umrótun mundi þá steypa félagslífi manna í vonlausa eyði- leggingu! Hugsum oss, að maðurinn þættist vita það með vissu, að tilvera lians væri ekkert annað en leikur tilviljunarinnar, að engin æðri vizka hefði afskifti af nokkrum hlut. að engin hul- in hjálparhönd væri til, sem styrkti hinn vanmáttuga og rétti hluta hins undirokaða, að engin umbunarvon væri fyrir það, að fórna sjálfum sér vegna sannleikans, eða vegna almennings- heilla, að dygðin ætti engan vin, sem áreiðanlega mætti treysta, að eiðar hefðu eugan ósýnilegan áheyranda, að leynilegir glæpir hefðu engan sjónarvott annan en fremjandann, að þetta líf væri alt og sumt, sem nokkurs væri vert, en að allar fram- farir og yfir höfuð alt, sem verulegt er við manninn, væri úti i dauðanum. Hugsum oss í stuttu máli, að allir menn út- rými frá sér allri trú, hver getur myndað sér yfirlit yfir allar þær skelfingar, sem þá fylgdu á eftir? Þó vér vildum gjöra oss von um, að borgaraleg lög og náttúrleg samhygð manna gæti samt haldið félagslífinu við. þá mundi það reynast líkt og að gera sér von um, að framleiða mætti Ijós og yl og frjóvgun jarðar með kyndlum og kveiktum eldi þó sólin hyrfi af himni. Hvað hefir maðurinn það við sig, sem gæti áunn- ið honum aðlaðau og virðiugu, ef liann er ekki annað enn verndarlaus dægurfluga. Og annað væri hann þó ekki, ef guðneitunarkenningin hefði rétt að mæla. Án trúar á Guð og lotningar fyiir honum mundi eigin- girni og nautnafýst ná algjörðum yfirrúðum yfir manninum.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.