Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 3
JTÝTT^KERKJTJBLAB^^ 195 Engum lögum yrði þá hlýtt og engin takmörk yrði á yfir- gangi og sællífi annarsvegar og á skorti, kúgun og vonlaus- um bágindum hinsvegar. Dygð, skylda og frumregla yrði i fyrirlitningu eins og meiningarlaus orð. Maðurinn skeytti þá ekki um neitt annað en sjálfan sig og notaði alla liæfi- leika sálar sinnar í eigingirninnar þjónustu. Það sem guð- neitunarkenningin gerir ráð fyrir að maðurinn sé, nfl. eitt af villidýrunum, það yrði þá orð að sönnu. Vert er að taka það sérstaklega fram, að hin kristna trú hefir einkarmikla þýðingu fyrir fr]álsan félagsskap. Það er full ástæða til að efast um, að borgaralegt frelsi geti 'átt sér sér stað án kristinnar trúar. Svo mikið er vist, að þar sem hún er ekki ráðandi, njóta menn hvorki jafnréttis né óhlut- drægni. Kristindómurinn styður frjálst félagsskapar fyrirkomu- lag, fyrst og fremst vegna þess, að andi hans er andi frels- isins. Það er að segja: andi virðingar fyrir rétti og gagni annara. Kristindómurinn viðurkennir meðfætt jafnrétti allra manna. Hann gerir séf far um að uppræta ofríkishvatir vorr- ar dýrslegu nátlúru; en þær vilja kúga fjöldann undir vald hinna fáu. Hann leiðir, með góðu uppeldi eigi síður en með boðorðum, hugi mannanna til guðs, til að auðsýna honum einum þá lotningu og tignun, sem of oft hefir verið ranglega auðsýnd krýndum meðbræðrum. 011 stefna kristindónisins er frjáls. Hann leggur grund- völlinn undir frumreglur góðgirninnar, réttvísinnar og virðing- arinnar fyrir manneðlinu. Það er ekki rétt, þó margir liti svo á, að andi frelsisins komi eingöngu fram í því, að standa fast á sínum rétti og lúta sjálfur engri kúgun; hann kemur miklu fremur fram í því, að bera virðingu fyrir annararétti og styðja hann, en forðast vandlega að gera nokkrum manni rangt til. Slíkur er andi kristindómsin?. Þar sem hann ræður, er trygg- ing fyrir persónulegu og félagslegu frelsi manna. En hún er engin, þar sem hann ræður ekki. I annan stað styður kristindómurinn frjálst félagsskap- ar fyrirkomulag með þeim hætti, að hann dregur úr þörfinni fyrir það, að beitt sé opinberu valdi við menn til þess að knýja þá til að hlýða lögunum. Það gjörir hann með því, að hann hefir þau áhrif á menn, að þeir verða „sjalfum sér lög- mál" og hafa sjálfkrafa taum á tilhueigingunni til að beita ó-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.