Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 8
200 NÝTT KIRKJUBLAÐ engum skynsemdum virðist komancH að við þá, og svo eru þeir ekki í burtreiðarbúningi. — Að minsta kosti eigi sem sfendur. Tveir eru þeir flokkar manna sem eg vel þetta dæmi: Annars vegar eru það þeir menn sem hafa frásöguna að háði og spotti, og nota hana einmitt til þess að óvirða heilaga ritningu og kristindóminn. í hinum flokknum eru þeir menn sem frásaga þessi er alvarlegt áhyggiuefni. I þeim flokki er morg sannkristin, góð og guðhrædd sál, sem ekki hefir annað lært en að hér sé um bókstaflegan sannleika að ræða, en á svo bágt með að trúa þessu. Hún þorir eigi að sleppa trúarhaldinu á frásögunni, meðfram til þess að ekki komi los á neitt. Og svo er það líka það að Kristur vitnar í tákn og dæmi Jónasar spámanns. — En æfintýrablærinn á sögunni er á hinn bóginn svo rikur, að það gengur heldur ekki vel að trúa henni. Og hvað gerir nú biblíurannsóknin? Þe?si fræði sem blindir menn æsast og ærast í gegn i ræðum og ritum? Hún sýnir og sannar af málinu að ritið er ungt, fært í letur um 400 fyrir Krists burð. Hún sýnir jarðveginn andlega sem kenningin í ritinu vexi. Þetla er löngu eftir heimkomuna úr herleiðingunni. Hin stolla stórhuga þjóð er sár og beisk. Frelsi og frægð er löngu liðin saga. En þ]óðina dreymir um hvorttveggja, og þjóðar- metnaðuriim verður hjá ílestum þjóðardramb. Og hinar sáru raunir snúast hjá flestum upp í hatur til þjóðanna og ríkj- anna i kring, sem þeir þektu. Guð þeirra. Jahve, hinn eini sanni, almattugi, eilífi guð, er guð þeirra einna, þeim einum góður, en „þjóðunum" eða heiðingjunum er hann grimmur. Lýðuiinn hans einn hefst lil dýrðar og frelsis, en þjóðununi er búin smán og ánauð, nema þær vilji leita sér skjóls hjá Gyðingum. Víða má finna dæmi þesí-a hugsunarháttar i ritningunni í ritunum eftir herleiðingu, hvað ljósast í síðustu köflum Jesa- jasar sem mnrgir hverjir eru frá þeim tíma. Lesi menn t. d. 63. kapitulann : Jahve kemur þar „tíguleg- ur og hnarrei tur í hárauðum klæðum": H v í e r r a u ð s k i k k j a, þ í n, o g k 1 æ ð i þ í n, e i ns og þess er treður ber í vínþröng? . . .

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.