Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Side 8

Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Side 8
200 NÝTT KIRKJUBLAÐ engum skynsemdum virðist komand*i að við þá, og svo eru þeir ekki í burtreiðarbúningi. — Að minsta kosti eigi sem stendur. Tveir eru ])eir flokkar manna sem eg vel þetta dœmi: Annars vegar eru það þeir menn sem hafa frásöguna að liáði og spoiti, og nota bana einmitt til þess að óvirða heilaga ritningu og kristindóminn. í hinum flokknum eru þeir menn sem frásaga þessi er alvarlegt áhygg]uefni. I þeim flokki er mörg sannkristin, góð og guðhrædd sál, sem ekki hefir annað lært en að hér sé um bókstaflegan sannleika að ræða, en á svo bágt með að trúa þessu. Hún þorir eigi að sleppa trúarhaldinu á frásögunni, meðfram til þess að ekki komi los á neitt. Og svo er það líka það að Kristur vitnar í tákn og dæmi Jónasar spámanns. — En æfintýrablærinn á sögunni er á hinn bóginn svo ríkur, að það gengur heldur ekki vel að trúa henni. Og hvað geiir nú biblíuranhsóknin? Þessi fræði sem blindir menn æsast og ærast í gegn í ræðum og ritum? Hún sýnir og sannar af málinu að ritið er ungt, fært í letur um 400 fyrir Krists burð. Hún sýnir jarðveginn andlega sem kenningin í ritinu vex i. Þetla er löngu eftir heimkomuna úr herleiðingunni. Hin stolla stórhuga þjóð er sár og beisk. Erelsi og frægð er löngu liðin saga. En þjóðina dreymir um hvorttveggja, og þjóðar- metnaðurinn verður bjá flestum þjóðardramb. Og binarsáru raunir snúast hjá flestum upp í hatur til ])]óðanna og ríkj- anna í kring, sem þeir þektu. Guð þeirra. Jabve, hinn eini sanni, almáttugi, eilifi guð, er guð þeirra einna, þeim einum góður, en „þjóðunum“ eða heiðingjunum er hann grimmur. Lýðurinn hans einn hefst til dýrðar og frelsis, en þjóðunnm er búin smán og ánauð, iiema þær vilji leita sér skjóls hjá Gyðingum. Víða má finna dæmi þessa bugsunarbáttar í ritningunni i ritunum eftir herleiðingu, hvað ljósast í síðustu köflum Jesa- jasar sem margir hverjir eru frá þeim tima. Lesi menn t. d. fi3. kapitulann : Jabve kemur þar „tíguleg- ur og hnarrei tur i hárauðum klæðum“: Hví er rauð skikkja, þín, og klæði þín, eins og þess er treður ber í vínþröng? . . .

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.