Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.09.1908, Blaðsíða 11
Þetta er eitt lítið biblíurannsóknardæmi af ótal mörgum. Oss er það hið helgastk og háleitaska málefni að opna fjár- sjóðu heilagrar ritningar fyrir kristnu fólki, íslenzku mælandi, eftir því skilningsljósi sem guð gefur oss. Og það er hjartanleg sannfæring vor, að rannsókn heil- agrar ritningar, og einlæg viðleitni að ná sem réttustúm skiln- ihgi orða og atburða, veki fylst og bezt kærleikann til þess orðs, sem öllu orði fremur heitir og má heita innblásið af guði. Úr bréfum frá Vest.ur-íslendingum: (I) Skólamálið er eyðilagt. Fyrir kirkjuþing var fastákveðið að víkja séra Frið rik (J. Bergmann) frá kennaraembættinu, vegna skoðana hans, og setja annan mann í hans stað. Það mæltist illa fyrir, og var sá vegur þá fremur kosinn, að gera báðum kennur- unum, Magnúsi Magnússyni og séra Friðrik jafnt undir höfði. Um það voru þó allir sammála að kenslan við Wesley-skólann hafði gengið ágætlega, heppnast langt fram um allar vonir, en lítið verið notuð í St. Peter. Séra Friðrik hélt því fram á kirkjuþinginu, að fyrst ætti að setja sig af sem prest; að prédika tvisvar hvern sunnu- dag væri ólíkt hættulegra og líklegra til að leiða inenii í sál- arháska, en tilsögn í tungumáli. En við því var skelt skoll- eyrum. Séra Friðrik mátti prédika eins nu'kið og lionum sýndisl, en ekki kenna. Þetta sýnir óeinlægnina. Það er ekki sálarháskinn sem menn óltast. Menn eru að eins að ná sér niðri. Sárast er þetta vegna íslenzkunnar og þjóðernisins. Ur férstokum skóla verður aldrei neitt; það er ofurefli. Það yrði Jika lil ills eins þegar andrúmsloftið er svona. Séra Friðrik J. Bergmann sagði upp bezta og álitlegasta prestakalli í kirkjufélaginu, þar sem alt var í bezta lagi, til þess að leggja fram sína mikilhæfu krafta til að varðveita ís- lenzkuna og þjóðernið. Að honum sem kennara er svo beint ofsókninni, án allra saka, fyrir það eilt að hann lokar eigi augunum fyrir sannleiksljósi þekkingarinnar í bib'íufræðum nút/mans. (II) Það siigulegasta, sem hér hefir gerst, er þetta nýafstaðna kirkjuþing. Eg held, að það sé að mörgu leyli merkilegasta

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.